Á mínu heimili búa tveir hundar (boxer/labrador blendingur sem heitir Bubbi og Golden Retriver sem heitir Molly) og tveir kettir Rosie(bengal) og Damíta(Norskurskógarköttur). Damíta er ekkert að skipta sér of mikið af hundunum og þeir eru laf hræddir við hana sem er svolítið fyndið þar sem þeir eru svo MIKLU stærri.
Rosie og Molly eru hins vegar miklar vinkonur og Rosie kemur oft til Mollyar til að “ræða málin” svo eiga þær til að þrífa(sleikja) hvor annari og kúra saman sem er MJÖG sætt.
Ég hef nú alltaf haldið að Molly skildi Rosie ekkert þrátt fyrir að hún hlusti alltaf á hana með mikilli athygli.
En svo var ég vitni að nokkru furðulegu. Þær voru báðar út í garði (Rosie í beisli) og nokkrir fuglar á hoppi í garðinum. Rosie var öskureið að beislið hélt henni frá þeim og gargaði mikið yfir því. Allt í einu stökk Molly til og náði í fugl og færði Rosie sem var hin ánægðasta, ég var fljót að stökkva út og frelsa fuglinn sem var dauðhræddur og nokkrum fjöðrum fátækari en að öðru leyti í lagi. Molly og Rosie skildu reyndar ekkert í þessari afskiptasemi í mér.
En núna velti ég fyrir mér hvort það geti verið að Molly skilji Rosie????