Kisan mín hún Rosie ákvað að fara með mér og Bubba hundinum okkar í göngutúr sem gekk þannig fyrir sig að hundurinn var í bandi en hún vildi ekki láta bjóða sér það heldur trílaði rétt á eftir okkur (svona 2-4 manna skrefum á eftir)Ég passaði að fara ekki nálægt neini umferðargötu heldur fór upp malarveg sem liggur upp í fjall. Þessi stígur er aðallega notaður af hestamönnum endan nóg af þeim hér í Mosó. Þetta var bjart og fallegt sumarkvöld og ég taldi að við væru nokkuð örugg þarna úti í náttúrunni.
En þá gerðist það sem ég hafði ekki reiknað með, maður á mótórhjóli kom keyrandi á fullri ferð niður hlíðina keyrði utan í Rosie og stopaði ekki einu sinni til að athuga hvort allt væri í lagi. Ég fékk vægt taugaáfall við þessa sjón og hélt að kisan mín væri að deyja þar sem það kom blóð út úr henni og tungan hékk út, annar framfóturinn var líka marg brotin. Starfsmenn Dýralæknastofunar í Garðarbæ eiga þakkir skildar fyrir hversu vel þau sinntu henni og það var reynt að gera allt til að bjarga fótnum (hún gekkst t.d undir 2 aðgerðir) en allt kom fyrir ekki og var allur fóturinn og axlarblað fjarðlægt. Allt í allt kostaði þetta mig 57 þúsund krónur en kisan mín er þess virði enda plumar hún sig furðuvel þrífæt og ekki hægt að sjá að þetta hrjái hana á einhvern hátt. Nú fær hún að sjálfsögðu aldrei að fara með mér í göngutúr heldur bara út í garð í beisli því þetta sýndi mér svo um munaði að maður er aldrei öruggur því það óvænta getur jú alltaf gerst