Guð hvað ég er oft búin að heyra það hvað fólki finnist mikið að greiða 40 þúsund fyrir hreinræktaðan kött en áttar sig ekki á vinnunni og útgjöldunum sem það kostar að vera með þessa yndislegu dúllur.
ENDA ÆTTI SÁ SEM ER AÐ HUGSA AÐ FARA ÚT Í KATTARÆKTUN TIL AÐ GRÆÐA PENINGA EINFALDLEGA AÐ SLEPPA ÞVÍ OG SNÚA SÉR AÐ ÖÐRU.

Það eru ýmis útgjöld sem fylgja hreinu got t.d bólusetningar, ormahreinsun, heilbrigðisskoðun (og ekkert af þessu er ódýrt) síðan er það ætt bækunar en það kosta líka sitt,svo kaupir maður(úr gæludýrabúð en ekki supermarkaði) nátturlega gott kettlinga þurrfóður og sérstakt þurrmjólkur duft sem mér hefur fundist koma að góðum notum ef læðan á í erfiðleikum að fæða allan fjöldan í einu af einhverjum ástæðum. og gefur það nokkrum á pela á 2 tíma fresti (já líka á nóttini, en sem betur fer lenda ekki margir í þessu og oftast gengur þessi tími hratt fyrir sig. Mjölkurdufti blandað í vatn og kettlingarþurmat auðveldar kettlingunu síðan að fara að venjast á að borða fasta fæðu.
Annað sem fylgir því að hafa kettlinga er óþrifnaður því þeir eru sko ekki fæddir kassavanir og skíta því og míga hvar sem þeim henntar þessu fylgir mikil þrif og fjárfestirnar í sótthreinsandi hreinsilög, ekki má heldur gleyma hinum ýmsu slysum sem þessar elskur valda þegar þar velta niður styttum, blómapottum og öðru lauslegu sem þau komast í. En ef maður er að rækta með réttu huga fari (mitt hugafar er að þetta sé bara mitt áhugamál, og einbeinir mér að hafa fáa ketti og fá got svo ég geti sinnt þeim öllum knúsað, kista og leikið við og helt yfir þá allri þeirri ummönnun sem ég á til. Kisunar mínar eru partur af fjölskyldunni því ef ég færi að skoða þetta sem einhverskonar fyrirtæki þá væri í fjótt að átta mig á þvi að fyrir utan kostnaðin að reka fyrirtæktið þá væri ég á versta tíma kaupi á landinu við að hugsa um litlu krílin.

Þesss vegan segji ég NEI mér finnst 40 þúsund ekki of hátt verð til að borga fyrir kettling sem hefur verið ættbókafærður, bólusettur, ormahreinsaður svo ekki sé minnst gefið ótakmarkaða umhyggju og alin upp og sinnt á það best hátt sem ræktandanum var unt að gera í þær 12 vikur eða sem þeir bjuggu hjá rækanda og mömmmu ;-)

Hafið í huga að það er mikil vinna, kostaður og ábyrgðar sem fer í það að ala upp kettlinga svo vel meigi vera. Og spyrjið ykkur svo aftur hvort þið séu að borga of mikið fyrir hreinræktaða köttinn ykkar.

Áslaug Líf Stanleysdóttir

p.s afsakið ef einhverjar villur eru í texta þar sem ég er lesblind ;-))