Skilur hún mannamál??? Kisan mín hún Doppa er algjör dúlla og hefur alltaf verið það frá því ég fékk hana. En ég ætlaði ekki að fara tala um það meira.
Þetta er ekkert mál heldur frekar frásögn.
Það er þannig að það er eins og kötturinn minn skilji mannamál.
Þegar ég fór til útlanda var systir mín að passa hana. Eitt sinn þá mjálmaði Doppa fyrir framan útidyrnar eins og hún er vön að gera til að komast út. En systir mín vara ð horfa á sjónvarpið og sagði við Doppu:
Ég ætla ekkert að hleipa þér út Doppa, það er opið út í bílskúrnum og þú getur farið þangað. Doppa horfði á hana eins og hún hafði svikið hana og labbaði í bílskúr og fór út.
Svo er annað þegar ég segji Doppa þá mjálmar hún svona eins og hún segji já og þegar hún vill fara að sofa þá leitar hún að mér og mjálmar fyirr framan mig til að segja mér að fara í rúmið svo hún geti líka komið. Og þegar ég fer upp í rúmið og kalla:
Komdu Doppa, þá kemur hún hlaupandi á eftir mér.

Haldið þið að hún skilji mannamál???