ég verð nú að segja að ég er alveg sammála…..ég hef alist upp með ketti í kringum mig allt mitt líf og það er, eftir því sem ég best veit, í eðli þeirra að “grafa” yfir úrganginn sinn. Ég er umkringd köttum hérna í húsunum í kringum mig sem koma óhindrað í garðinn okkar og ég hef aldrei orðið vör við neinn úrgang eftir þá. Þeir grafa yfir hann og einnig velja þeir oftast staði sem eru ekki á opnum svæðum til að “gera nr. 2”, þ.e. undir trjám eða blómabeð frekar en í miðjum garðinum þar sem verða fyrir truflunum frá öðrum köttum eða fólki.
Ég er samt ekkert að efast um að margir hafa orðið fyrir ónæði af lausagangi katta, en þangað til að borgaryfirvöld hreinlega banna það þá hefur enginn rétt á að taka lögin í sínar hendur og veiða ketti í lokuð búr! Þetta á ekki að snúast um hvort þið eruð öll kattarvinir eða ekki…þetta snýst um hvað er löglegt og hvað ekki (og í mínum huga hvað er siðferðislega rétt?!) Persónulega þoli ég ekki fuglana sem eru í trjánum hérna í kring og vekja mig eldsnemma á hverjum morgni, en ég hefði aldrei hjarta í mér til að fara út með búr til að reyna að veiða þá í!