Um miðja þessa viku kom í fréttunum að meindýraeyðir RVK leigði út búr til þess að fanga óæskilega ketti sem gera borgurum lífið leitt með því að fara óboðnir inn á lóðir þeirra. Þetta var að sögn gert með því að lokka kettina inn í búr með einhverju matarkyns og var “veiðin” per dag nokkur stykki þegar best veiddist.

Nú er ég kattareigandi og mikill unnandi katta, veit ekki skemmtilegri gæludýr. Mínir kettir eru allir innikettir og angra enga nema okkur heimilismeðlimi með þeim úrgang sem þeir skila frá sér. Það er ekki þar með sagt að “kattarhjartað” í mér hafi ekki tekið kipp við þessum fréttum. Nú vill svo til að lausaganga katta er ekki bönnuð hér í borg. Hvaða röksemdir liggja þá á bak við þessum “kattaveiðigildrum” hjá Reykjavíkurborg. Eftir því sem ég best gat skilið af þessum fréttum engar aðrar en þær að íbúar borgarinnar ættu rétt á að vera með sinn bakgarð kattarlausan og lausan við úrgang tengdan köttum.

Nú tel ég mig þekkja eðli katta ágætlega enda verið með einn og yfirleitt fleiri af þeim kyni síðastliðinn áratug inn á mínu heimili. Kettir róta almennt yfir úrganginn, skilja hann ekki eftir á víðavangi. Hundar hinsvegar eiga það til og lausaganga þeirra er bönnuð hér í borg. Gæti úrgangurinn verið eftir hunda sem eigendur hirða ekki um að þrífa eftir?

Nú ætla ég ekki að koma á stað einhverri neikvæðri Katta/hunda umræðu hér… vil ekki athugasemdir eins og: “Kettir rúla og hundar sökka” eða versus! En ég hef bara allt of oft orðið vitni af því að stoltir hundaeigendur láta eins og þeir hafi ekki tekið eftir neinu þegar hundurinn hefur gert þarfir sínar í garð nágrannans. Samkvæmt lögum ber þeim að hirða upp eftir á og þar til lausaganga katta verður bönnuð hér í borg ættu borgaryfirvöld ekki að kynda undir veiði- og villimannseðlinu í borgarbúum gagnvart köttum með leigu “veiðitækja” til þess að koma þeim úr umferð. Kannski að þau ættu frekar að reyna að halda þær reglur sem gilda um hundahald því allt of margir hundar ganga lausi og hrella þá sem við þá eru hræddir. Hvernig væri að reyna að koma reglu á eign hunda áður en það eru gefin Veiðileifi á ketti sem þrátt fyrir allt eru ekki bannaðir í þéttbýli eða hald þeirra háði leifum frá opinberum aðillum.

MinnaMinna