Ég á litla kisu sem er rúmlega þriggja mánaða. Hún er þrílit, grá, gul og hvít.. sem sagt algert krútt. Hún hefur ekki fengið nafn ennþá en þessa stundina er ég að hallast að nafninu 'Ida en það kemur í ljós :)
Ég á einnig nokkra hunda. Kisunni semur mjög vel við þá og þau leika sér allan daginn og þess á milli kúrar hún hjá þeim. Um daginn var hún heillengi að leita að spena hjá Kát, íslendingum mínum, en það gekk auðvitað ekki neitt. Hann naut þess samt að fá nudd frá kisu og kippti sér ekkert upp við þetta.
Ég var að velta fyrir mér hvort kettir verði eitthvað öðruvísi ef þeir alast upp með hundum heldur en öðrum köttum eða bara sem eina gæludýrið á heimilinu? Ég er ekki viss um að hún geri sér grein fyrir því hvað hún er og hallast jafnvel að því að hún telji sig vera bara eina af hundunum. Eigið þið hund og kött sem hafa verið lengi saman, og ef svo er, hvernig hefur þetta verið hjá ykkur?

Bestu kveðjur, Tristen