í minningu um góðann vin
Bláskjás Drapi f:12,03,02 d:03,02,03
Hann Drapi er dáinn!!!
þetta er svo óraunverulegt ennþá, hann fékk að vera svo stutt hjá okkur.
hann kom til okkar þegar að hann var 5 mánaða.
Hann var alveg hreint yndislegur og alveg með eindæmum skapgóður,sama hvað gekk á aldrei varð hann vondur eða pirraður,þó að verið væri að brölta með hann eða hann baðaður oft í viku og jafnvel í sprautu hjá dýralækni, hann tók bara öllu með jafnaðar geði.Drapi var alveg extra rólegur,svaf rosalega mikið eða latur eins og við kölluðum það. svo latur að hann svaf oft með hausinn í vatnsskálinni,og töldum við að þar sem hann drakk alltaf svo mikið þá væri þetta já bara leti í honum og hann nennti ekki að fara neitt frá því því væri það bara þægilegast að sofa bara í vatninu, þá er það jú alltaf við hendina.
Villimey(húskötturinn ráðríki)tók Drapa aldrey í sátt og hvæsti á hann í tíma og ótíma og lét hannsvo bara afskiptalausann þess á milli,svo að það hefur nú ekki verið sældarlíf þar fyrir hann held ég.þegar Drapi var 7 mánaða fékk hann einhverskonar ofnæmi og hefur þurft að vera á mjög sterkum lyfjum enda stór og mikill eftir aldri(5,1 kg)fyrir rúmri viku síðan fór ég að taka eftir að hann var alveg að hrynja niður svo ég vigtaði hann og þá var hann kominn niður í 4,2 og var lyfjunum kennt um það svo að ég varð aðeins rólegri því að hann var að verða búinn með skammtinn.
Á sunnudaginn fannst okkur hérna hann vera svo mikið furðulegur hann gat bara varla orðið hreyft sig og orðinn enn horaðari (3,6 kg)hættur að borða og drekka og virtist vera að þorna upp svo að haft var samband við lækni því 600gr niður á 4 dögum er ekkert smá fyrir svona dýr og við vissum að það var eitthvað alvarlegt að.Í gær morgun var hann svo lagður inn í rannsókn hjá dýral. í garðabæ. um hádegi kom áfallið ! hann var að falla í coma og var með sykursýki á háu stigi. ég hafði bara aldrey heyrt um svona hjá köttum.(þar kemur líka skýringin á þessari “leti” og þessum þorsta alltaf hreint)
við þurftum að taka mjög erfiða ákvörðun og ég veit að við gerðum rétt með að leyfa honum bara að fá að fara en já þetta var ekki auðvelt en……….. hún Bína d.læknir á mikið hrós skilið og þökkum við henni fyrir allt það sem hún gerði fyrir okkur þó að mikið væri að gera hjá henni þá gaf hún okkur allann sinn tíma við fengum að hafa þetta allt eins og við vildum og fengum nægan tíma til að kveðja strákinn okkar og já bara allt eins og best var á kosið miðað við aðstæður.
með þessum orðum vil ég kveðja þann yndislega vin sem Drapi var okkur og ég hefði ekki viljað vera án þess að hafa kynnst honum þó að þetta hafi verið allt of stuttur tími.
nú líður honum þó vel og er ábyggilega bara að hlaupa um með öllum hinum kisunum á einhverjum æðri stað.