Cruiserinn minn, er enn í breytingu, frá 33“ sliddudekkjum og uppí fullvaxna 38” aðeins 4cm boddýhækkun, bara bíll á stórum dekkjum allt annað eftir!!
Hérna erum við að hleypa úr áður en lagt var á stað í fjallið… þetta er nánar tiltekið á kjöl eða á Arnarfelli… ég held að það heiti það…. Í gær (laugardag) var tækjamót allra björgunarsveita á landinu og mikið um jeppa og tæki. Borðað var í Áfangafelli og síðan keyrt heim eftir það… Mjög lítill snjór var og þarna voru um 20 sleðar og þeir þurftu að þræða mikið…