Jálkurinn minn Þetta er Wranglerinn minn, árgerð 1987. Í húddinu situr 258 kúbiktommu línu-sexa sem ætlunin er að sjálfsögðu að skipta út fyrir eitthvað átta gata… ekki Ford samt! Helst AMC eða Chevy.
Hann er á 38“ dekkjum og á gormafjöðrun að aftan sem er að SVÍNVIRKA. Það eina sem truflar misfjöðrunina er helv… boddýið, það er alltaf fyrir!
Sem stendur þá er ég með hann inní skúr í ”smá" breytingum… en það eru millikassaskipti, hásingaskipti (D44) og gyrming að framanverðu. Á eftir að ákveða hvort ég setji 4-link líka að framan eða láti heilar stífur duga!