Willys' Jeep Jæja, ég bað um djúsí og fékk ekkert svo að ég sendi það bara sjálfur.

Þetta er 1946 árgerð af Willys' Overland Jeep CJ2A og er því fyrsta árgerðin af hinni borgaralegu útgáfu af þessum snilldum. Eins og glöggir jeppa “nördar” myndu taka eftir að hann er á fljótandi hásingu að aftan sem var í her bílnum, en þessi var einn af fáum borgaralegu með svona fljótandi þar sem að verksiðjurnar notuðu afganga úr stríðinu.
„Ef þú smælar framan í heiminn þá smælar heimurinn framan í þig.“