Já, það er rétt, ég er að selja Jeep Grand Cherokee 1995 árgerð keyrðann rétt yfir 100.000 mílurnar. Hann er með 5.2 lítra vélinni sem að skilar honum vel áfram og togar á við skip. Bíllinn er sjálfskiptur, 212 hestöfl, með leðurinnréttingu, aksturstölvu, cruise-control, ABS, CD, Infinity Gold sound system o.fl. Undir honum eru rosalega góð BFGoodrich dekk sem að grípa endalaust á möl sem malbiki.
Cherokee-inn er með ágæta veghæð svo að hann drífur alveg hitt og þetta, fyrir utan það hversu auðvelt er að breyta honum. Þessir bílar eru alveg ágætlega vinsælir í að vera breyttir í jökla- og fjallatryllitæki. Fyrir jeppa er hann frekar léttur eða um 1800 kíló.

Allir ættu að geta notið þessa bíls vegna þess að hann er góður á malbikinu sem utan þess. Hann er öflugur og er algjört “taka framúr-tæki”. Eini ókosturinn er að 5.2 lítra amerísk vél eyðir auðvitað meira en á er að venjast en kemur þó á óvart.

Tilboð: 400.000 kr.