Heillt og sælt veri fólkið.

Fyrir stuttu sá ég grein á Bíla áhugamálinu þar sem einhver var að skrifa um bíla sem hann hafði átt og átti. Þar sem þetta áhugamál hérna virðist líflaust þessa dagana ákvað ég að skrifa svipaða grein og vona ég nú að einhver hafi gaman af.

Bíla saga mín er ekki mjög löng. Allavega hef ég séð þær lengri…

Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var sannkallaður gullmoli með sál. Það var MMC l200 pallbíll árgerð ´90. Þessi bíll hafði verið vinnubíll í nokkur ár og var því frekar tuskulegur og eiginlega ógeðslegur, fyrir utan það þá var hann riðgaður og upplitaður á ónýtum dekkjum og haugriðguðum felgum. Smátt og smátt varð þessi bíll betri og fallegri, það fyrsta sem ég gerði var að finna dekk og felgur á einhverri partasölu, fann 31“ dekk og nýjar álfelgur fyrir sama og ekki neitt og setti það undir. Svo náði ég upp litnum á honum og tók af honum allt járn eins td. stuðarana ofl og lét sandblása það og sprautaði svo sjálfur. Það er kannski ágætt að koma inn á það hér að ég var í góðum samskiptum við Japanskar vélar í hafnarfirði í þau tvö ár sem ég átti bílinn. Ég skipti svo um skúffu á honum, svo fékk ég að hreinsa úr svona bíl allar innréttingar og sæti, allt sem var inn í honum fyrir 10 kall. Það tók ég hallt og hreinsaði mjög vel, reif svo úr bílnum mínum allt nema mælaborðið og háþrýstoþvoði hann að innan… svo vond var lyktin í honum. Þegar nýja dótið fór svo í var þetta allt annar bíll, lúxus vagn. Fyrir utan allt þetta vesen þá setti ég hann seinna á 33” dekk, tók upp í honum heddið, smíðaði lok á pallinn, setti kastara út um allt og loksins þegar hann var orðin geðveikt flottur þá seldi ég hann…. Þá keyrður 393 þúsund kílómetra.

Annar bíllinn sem ég eignaðist var Nissan Patrol árgerð ‘95. Hann var óbreyttur og allslaus. Þann bíl hækkaði ég upp fyrir 38“ dekk og gerði voða flottann, hann fór reyndar aldrei á 38”, ég lyfti honum bara upp en setti aldrei kanta. Hann var á 33“ dekkjum, nokkuð vígalegur meðan að ég átti hann og meðal annars þveraði ég Langjökul í janúar eitthvað ár í kafbyl og þungu færi… ekki einbíla en ég komst engu að síður. Að lokum var hann seldur.

Þriðji bíllinn sem ég eignaðist var Nissan Patrol árgerð ’97. Sá bíll var geggjaður! Hann var á 38” dekkjum, útbúinn með aukatank og olíumiðstöð þegar ég fékk hann. Á einhverjum tímapunkti tók ég úr honum túrbínuna og fór með hana í Framtak í hreinsun og ballenseringu. Þvílík vinna að taka túrbínuna úr honum, allt of mikil vinna, reyndar eins og allt í þessu sporti. Þegar hún var sett í var smíðað 3“ púst í bílinn og settur í millikælir. Þá fyrst fór bíllinn að vinna og virka. Ég fór í margar ferðir á þessum bíl og alltaf stóð hann sig vel blessunin. Hann var svo seldur.

Fjórði bíllinn og núverandi bíll er Nissan Patrol (what else?) árgerð ´01 ssk. Þessi bíll er þjarkur, eitthvað var í honum og eitthvað hef ég gert, hér er upptalning: Loftlæsing að framan, rafmagnslæsing að aftan, lækkuð hlutföll, 3” púst, aukatankur, stýristjakkur, loftdæla, spiltengi að framan og að aftan, VHF, CB, NMT, GPS, ferðatölvuborð og haugur af öðru góðgæti… Ég hef ekki hug á því að selja þennan eðal grip…

Einhverntíman eftir l200 og fyrir ´97 patrolinn átti ég líka Pontiac Firebird árg ´95. Hann var bara sunnudagsbíll, var búið að eiga eitthvað við vélina á honum, ég nenni ekki að fara að útlista því núna en hann var orðin tæp 400 hö.

Einnig á ég líka Toyotu Yaris, en hann er fínn í búðarferðir og annað innanbæjarsnatt.

Og… Saab árg. 76, gylltur að lit, ekinn 41 þúsund. Eðal bíll sem sést ekki á og aldrei hefur verið gert neitt fyrir. Hann fær að hvíla í skúrnum um ókomin ár…

Well… ég held að þetta sé allt.

Otti S.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian