Ég sendi þetta inn sem atburð, en þar sem fyrirvarinn er mjög stuttur, og ekki er víst að hann verði samþykktur í tæka tíð, ákvað ég að senda þetta sem kork líka:

Við í Misery loves company höfum alltaf öðru hverju verið að taka heilar plötur eftir Tom Waits, auk þess sem við spilum jafnan slatta af verkum meistarans fyrir utan það. En nú er Tom Waits kafla hljómsveitarinnar senn að ljúka, þar sem við ætlum að einbeita okkur að okkar eigin efni, og í tilefni af því höfum við ákveðið að efna til Tom Waits veislu, sunnudagskvöldið 25. apríl klukkan 21:00 á <b>Cafe Rosenberg</b>

Við ætlum að flytja meistaraverkið Alice í heild sinni, og að því loknu munum við spila best of Tom Waits þangað til að við getum ekki meira. Þannig að þetta verður sannkölluð Waits hátíð. Upplagt fyrir alla sem hafa gaman að kallinum að mæta, og líka þá sem eru rétt að byrja að kynnast honum.

Þetta byrjar klukkan 9 á sunnudagskvöldið, og stendur eitthvað frameftir (eins lengi og fólk nennir að hlusta). Það er ókeypis inn, og án efa verða góð tilboð á barnum. Þannig að það er upplagt að mæta, fá sér bjór, hlusta á góða tónlist, og bara… Skemmta sér!

Vonum að sjá sem flesta.

Misery loves company.

http://www.miserylovescompany.tk<br><br>——
<b>Veftímaritið Ónan</b>
<a href="http://www.onanis.tk">http://www.onanis.tk</a>
<a href=“mailto:eyvindur@onanis.tk”>eyvindur@onanis.tk</a>

<b>misery loves company</b>
<i>ókey, við hljómum eins og tom waits, get over yourself!</i>
<a href="http://www.miserylovescompany.tk">http://www.miserylovescompany.tk</a>
<a href=“mailto:mlc@miserylovescompany.tk”>mlc@miserylovescompany.tk</a
We're chained to the world and we all gotta pull!