Gleymt lykilorð
Nýskráning
Jazz og blús

Jazz og blús

3.784 eru með Jazz og blús sem áhugamál
6.134 stig
122 greinar
621 þræðir
5 tilkynningar
4 pistlar
422 myndir
207 kannanir
7.888 álit
Meira

Ofurhugar

Otcho Otcho 344 stig
Boweavil Boweavil 200 stig
Wolfpack Wolfpack 190 stig
Garsil Garsil 178 stig
mingus mingus 152 stig
barrett barrett 144 stig
BBQ BBQ 122 stig

Stjórnendur

Ray Charles



höfundur: Evklid


Ray Charles var píanóleikari og söngvari sem féll frá fyrir örfáum árum. Hér verður getið um hvernig þessi blökkumaður — sem ólst upp í fátækt og missti sjónina sjö ára — varð að heimsfrægum frumkvöðli r&b og soul tónlistarstefnanna.

Ray Charles Robinson fæddist árið 1930 í Albany í Georgíufylki í Bandaríkjunum. Móðir hans, Aretha Williams, starfaði í sögunarverksmiðju og faðir hans, Bailey Robinson, var vélvirki og viðvikamaður.

Þegar Ray var ungabarn fluttist fjölskyldan til Greenville í Flórída. Faðir hans stakk fjölskylduna af og skildi Arithu eina eftir til að ala upp Ray og bróður hans George. Fimm ára að aldri varð Ray vitni af dauða George þegar sá síðarnefndi féll ofan í þvottabala og drukknaði. Ári síðar byrjaði Ray smátt og smátt að missa sjónina og sjö ára var hann orðinn algjörlega blindur. Eftir það fór hann í skóla fyrir blinda og heyrnarlausa; hann nam m.a. tónsmíðar og lærði að spila á ýmis hljóðfæri. Meðan á skólagöngunni stóð dó móðir hans; faðir hans dó tveimur árum síðar.

Tónlistarferill Ray hófst er hann fluttist til Seattle árið 1947 og fór að taka upp lög hjá útgáfufyrirtækinu Swingtime Records og fara í tónleikaferðir. Um þetta leyti hætti hann að nota ættarnafn sitt til að forðast rugling við boxarann fræga Sugar Ray Robinson. Skömmu síðar hætti hann hjá Swingtime Records og hóf samstarf við Atlantic Records. Þetta var samstarf varði í rúman áratug — frá 1948 til 1959 — og á þeim tíma varð Ray þekktur og samdi mörg af sínum bestu lögum, m.a. Mess Around, Hallelujah I Love Her So og I Got a Woman.

Árið 1959 byrjaði Ray hjá ABC Records; hann fékk gott tilboð hjá þeim — tilboð sem hann gat ekki hafnað. ABC teygði anga sína víða, og má segja að með samstarfinu hafi Ray orðið heimsfrægur. Hvítir jafnt sem svartir hófu að hlusta á hann. Á þessum tíma tók hann m.a. upp lögin Georgia On My Mind, Hit the Road Jack og In the Heat of the Night.

Það sem eftir var ævinnar hélt Ray Charles áfram að gefa út plötur og halda tónleika. Hann gerði ýmislegt annað; til dæmis lék hann í kvikmyndinni The Blues Brothers árið 1980 og hitti Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna, árið 1984.

Sama ár og Ray lést — árið 2004 — kom út kvikmyndin Ray sem fjallar um ævi og feril Rays. Þar fer Jamie Foxx á kostum í hlutverki Rays.

Lokaorð: Sjá má að engin takmörk er á því hversu flottur einn blindur blökkumaður frá Bandaríkjunum getur verið. Og er þá vægt til orða tekið!




Ella Fitzgerald



höfundur: oRiley


Ella Fitzgerald (eða „The First Lady of Song“ eins og hún var kölluð) hefur gefið sér gott orðspor í heimi söngvajazz. Hún er talin ein besta jazz söngkona 20. aldarinnar og hefur haft áhrif á margar af þekktustu söngkonum nútímans.

Ella Jane Fitzgerald fæddist þann 25. apríl 1917 í Virginíufylki í Bandaríkjunum. Frá unga aldri vildi hún alltaf verða dansari, en naut þess að hlusta á upptökur af jazztónlistarmönnum eins og Louis Armstrong, Bing Crosby og The Boswell Sisters. Hún dáði aðalsöngkonu Boswell Sisters, Connee Boswell, eins og hún sagði: „My mother brought home one of her records, and I fell in love with it... I tried so hard to sound just like her.“

Ella söng sitt fyrsta lag fyrir framan áhorfendur aðeins 17 ára gömul í Apollo leikhúsinu í Harlem í New York, á svokölluðu áhugamannakvöldi eða „amateur night“. Hún hafði gert ráð fyrir að fara uppá svið og dansa, en þess í stað sön hún lögin Judy oh The Object of My Affection. Fyrir flutninginn hreppti Ella fyrsta sætið og vann 25 dollara, sem á þeim tíma voru engir smápeningar!

Ella Fitzgerald fékk tækifæri til að spila með stórsveit Tiny Bradshaw í Harlem Opera House. Þar kynntist hún fyrst trommaranum mikla, Chick Webb, en hann stjórnaði sveitinni. Einhverjir fyrstu tónleikar hennar með sveitinni voru á balli í Yaleháskóla. Þar sló hún svo rækilega í gegn að Webb fékk hana með í tónleikaferð. Hún fór að syngja reglulega með sveitinni og tók upp marga smelli á borð við Love and Kisses og (If You Can't Sing It) You'll Have to Swing It. Árið 1939 dó Chick Webb og Ella tók við sem stjórnandi stórsveitarinnar sem nú hét Ella Fitzgerald and her Famous Orchestra. Hljómsveitin gerði það gott á árunum 1939-1942 og tók upp margar plötur.

Árið 1942 hætti Ella í stórsveitinni og hóf þess í stað sólóferil. Hún skrifaði undir hjá Decca og gaf út átta plötur á árunum 1950-1955. Á þessum árum var beboppið farið að ryðja sér rúm í jazzheiminum, og vinsældir sveiflunnar fóru minnkandi á meðal tónlistarmanna. Þessar breytingar neyddu Ellu til að breyta um stíl og prófa hluti eins og svokallaðan „scatsöng“.

Um miðjan 6. áratuginn fór Ella Fitzgerald frá Decca og yfir til Verve, og átti hún þá eftir að öðlast heimsfrægð. Hún tók upp fjöldan allan af plötum sem náðu ofarlega á vinsældarlistum.

Heilsa Ellu fór hrakandi með tímanum, og þjáðist hún m.a. af sykursýki. Árið 1986 hélt hún sína síðustu tónleika, og kom síðasta plata hennar út árið 1993. Eftir það hætti hún alfarið að sinna tónlist.

Ella Fitzgerald lést árið 1996. Hún er grafin kirkjugarðinum í Inglewood í Kaliforníufylki. Hún skyldi eftir sig einn stærsta og áhrifamesta feril jazztónlistarmanns allra tíma




Sonny Rollins



höfundur: oRiley


Sonny Rollins er undantekningalítið talinn á meðal allra færustu og frumlegustu saxófónleikara sögunnar. Hann fæddist þann 7. september í New York, og byrjaði að spila á píanó en skipti fljótlega yfir á saxafón. Hann tók fyrst upp með Babs Gonzalez árið 1949, og sama ár tók hann upp með mönnum eins og J. J. Johnson og Bud Powell. Árið 1950 var hann handtekinn fyrir vopnað rán og sat í steininum í 10 mánuði.

Rollins var farinn að gera það gott í jazzheiminum þegar hann tók upp með Miles Davis árið 1951 og svo Thelonious Monk árið 1953. Árið 1955 gekk hann til liðs með Clifford Brown og Max Roach í þeirra kvintett. Eftir dauða Brown, árið 1956, gerðist hann leiðtogi kvintettsins. Árið 1956 gaf Sonny Rollins út sína frægustu plötu, Saxophone Colossus. Seinna fylgdu plöturnar Way Out West og A Night at the Village Vanguard. Árið 1959 fór hann að æfa sig á Williamsburgbrúnni til að pirra ekki fólkið í hverfinu sem hann bjó í. Þaðan kom „comeback“ platan hans, The Bridge.

Á sjöunda áratugnum fór hann að finna sér nýjar aðferðir í jazzinum og voru plötur hans oftast öðruvísi en þær sem á undan höfðu komið. Árið 1966 sagði Rollins skilið við jazzheiminn, en sneri aftur árið 1972. Hann þróaði tónlist sína með áhrifum frá funko og r. Á áttunda og nýjunda áratugnum tók hann upp margar plötur með rafmögnuðum hljóðfærum. Árið 1981 kom hann fram á Rolling Stones plötunni Tattoo You, og spilaði þar á saxafón á lögunum Slave og Waiting on a Friend.

Þótt að tónlist hans á hinum síðari tímum var ekki talin eins góð og hans fyrri verk var hann samt þekktur fyrir magnaða tónleika. Í septembermánuði árið 2001 heyrði Rollins Tvíburaturnana hrynja, og flúði hann úr húsi sínu, aðeins með saxófóninn sinn. Fimm dögum síðar hélt hann tónleika í Berkleetónlistarháskólanum í Boston. Tónleikarnir voru gefnir út á plötu árið 2005 og ári síðar fékk Sonny Grammyverðlaun fyrir besta jazzsólóið á tónleikum. En þetta var ekki í fyrsta sinn sem hann hafði unnið til þeirra verðlauna, því tveimur árum áður hafði hann fengið „Lifetime Achievement Awards“.

Þegar þetta er skrifað er Sonny Rollins enn á lífi og spilar reglulega víðs vegar um heiminn. Hann hefur svo sannarlega átt skilið sæti hátt á listanum yfir bestu jazzista allra tíma.




Odetta



höfundur: WoodenEagle


Odetta fæddist í desember árið 1930 í Alabamafylki í Bandaríkjum Norður Ameríku. Hún ólst þó að mestu upp í Los Angeles og lærði þar tónlist og söng; æfði óperusöng og tók þátt í söngleikjum og þess lags sýningum. Árið 1944, þá aðeins 14 ára gömul, hóf hún atvinnusöngferil sinn með The Hollywood Turnabout Puppet Theatre og seinna gekk hún til liðs við farandsöngleikinn Finian's Rainbow og ferðaðist með honum í nokkur ár.

Árið 1950 kynntist hún blús og þjóðlagatónlist og ákvað að snúa sér alfarið að þesskonar tónlist, á klúbbum víðsvegar um Bandaríkin. Í San Francisco kynntist hún tónlistarmanninum Larry Mohr og tóku þau upp plötuna Tin Angel. Fyrsta sólóplata Odettu kom út árið 1956 og hét Odetta Sings Ballads and Blues. Odetta átti síðan stóran þátt í upprisu þjóðlagatónlistar í Bandaríkjunum á sjötta og sjöunda áratugnum og var plata hennar Odetta Sings Folk Songs, sem kom út árið 1963, ein mest selda þjóðlagaplata þess árs.

Á 8. og 9. áratugnum fór hún meira út í það að nota hljómsveitir bakvið sig og spilaði meira af jazzi, en þó gaf hún aðeins út tvær plötur á árunum 1977- 1997, og svo plöturnar Movin' It On og Christmas Spirituals sem báðar komu út árið 1987. Frá 1997 hefur hún þó verið á fullu og gefið út fimm plötur, síðast árið 2005. Á þeim tíma hefur hún einni hlotið tvær Grammy tilnefningar ásamt fjöldan allan af verðlaunum, flest öll fyrir ævistarf sitt, svokölluð „Lifetime Achievement“ verðlaun.

Odetta hefur haft gríðarleg áhrif á aðra tónlistarmenn og tónlistarunnendur; Bob Dylan hefur sagt að plata hennar frá árinu 1956 Odetta Sings Ballads and Blues hafi verið sú plata sem fékk hann til að selja rafmagnsgítarinn sinn og kaupa kassagítar í staðinn. Hefði Odetta því ekki farið út í tónlist hefði Bob Dylan sennilega endað sem einhver léleg eftirherma Little Richard!

Odetta lést 2. desember 2008.




Howlin' Wolf



höfundur: WoodenEagle


Chester Arthur Burnett fæddist 10. júní í Mississippifylki Bandaríkjanna. Hann byrjaði ungur að hlusta á tónlist og lærði snemma grundvallaratriði gítarleiks af blúsgoðinu Charlie Patton, ásamt því að verða fyrir áhrifum frá Mississippi Sheiks, Tommy Johnson og Jimme Rodgers. Hann lærði einnig á munnhörpu frá einum besta munnhörpuleikara fyrr og síðar, Sonny Boy Williamson.

Árið 1948 hafði hann stofnað blús band og kominn með eigin útvarpsþátt og orðinn nokkuð þekktur á því svæði sem hann átti heima. Árið 1951 fékk hann plötusamning frá bæði Modern Records og Chess Records og byrjaði að taka upp sama ár. Á endanum gekk hann þó alfarið til liðs við Chess Records og hóf að spila með gítargoðinu Hubert Sumlin. Á sjötta áratugnum komu meðal annars út með honum lögin Evil og Smokestack Lightnin' sem bæði voru stórir hittarar og festu Burnett í sessi sem stórt nafn í blúsheiminum.

Árið 1962 kom út ein þekktasta plata hans sem hét einfaldlega Howlin' Wolf og voru þar þekkt lög á borð við Spoonful (seinna spilað af sýkadelíublússveitinni Cream) og Little Red Rooster (sem m.a. Rolling Stones tóku upp á sína arma). Árið 1971 ferðaðist hann svo með Hubert Sumlin til London og tók upp plötuna Howlin' Wolf London Session með ekki minni mönnum en Eric Clapton, Bill Wyman, Charlie Watts og Steve Winwood. Hann tók upp sína síðustu plötu, The Back Door Wolf, árið 1973.

Ólíkt mörgum samtímamönnum sínum og blússpilurum átti Burnett sjaldan í erfiðleikum með peninga, hann var yfirleitt ágætlega múraður og gat borgað liðsmönnum sínum góð laun, og það varð til þess að hann gat í raun fengið hvern sem er í bandið sitt!. Það má ef til vill þakka gróða Burnetts þremur hlutum: Í fyrsta lagi var hann gríðarlega vinsæll, í öðru lagi giftist hann afar hagsýnni konu, Lillie að nafni, og í þriðja lagi náði hann að forðast fjárhættuspil og drykkju nokkuð vel, en þessir lestir fóru illa með margan blúsmanninn.

Howlin' Wolf er líka þekktur fyrir stærð sína en hann var tæpir tveir metrar á hæð og 130 kíló að þyngd! Ekki beint maður sem maður vildi hitta í dimmu húsasundi. Rödd hans bar líka keim af af vexti hans, þung og djúp, sem gat sennilega jafnað einbýlishús við jörðu.

Howlin' Wolf lést 10. janúar árið 1976, þá 66 ára að aldri. Hann er grafinn í Oak Ridge kirkjugarðinum í Hillside í Illinoisfylki.




Van Morrison



höfundur: WoodenEagle


Van Morrison fæddist 31. ágúst 1945 í Belfast á Norður-Írlandi. Morrison spilar ekki bara blús heldur einnig jazz og soul og þesslags; hann á eiginlega jafn mikið erindi hingað sem blús eða jazz tónlistarmaður.

Morrison fékk strax áhuga á tónlist því faðir hans átti gott safn af bandarískum blús- og jazzplötum, og eyddi drengurinn mörgum stundum í að hlusta á þær. Þegar hann var tólf ára gaf faðir hans honum gítar sem hann byrjaði að spila á og syngja af krafti, og stofnaði mörg unglingabönd og spilaði mikið „skiffle“ tónlist.

Árið 1964 stofnaði hann síðan hljómsveitina Them sem fljótlega komst í sviðsljósið með hittaranum Gloria ásamt fleiri lögum. Deilur við upptökufyrirtækið Decca Records, sem helst hefur unnið sér til frægðar fyrir að hafa hafnað Bítlunum, varð til þess að hljómsveitin lagði upp laupanna og Morrison sneri aftur til Norður-Írlands í „venjulega“ vinnu. Hann fékkst síðan til að fara til New York og tók upp plötuna Blowin' Your Mind sem inniheldur eitt þekktasta lag hans, Brown Eyed Girl. Þessi plata gekk ekki vel og átti Morrison í vandræðum, bæði peningalegum og félagslegum, en hann átti ekki auðvelt með samskipti við annað fólk.

Hann fékk síðan samning hjá Warner Bros Records og tók upp hjá þeim meistaraverkið Astral Weeks sem er að jafnaði talin ein besta plata sem gefin hefur verið út. Ferill Morrison lá beina leið upp á við frá þeim tíma og er hann í dag einn þekktasti og virtasti tónlistarmaður í heimi og heldur áfram að túra og gefa út plötur.

Van Morrison spilaði á mörg hljóðfæri, en það sem hann er sennilega þekktastur fyrir er röddin og sagt hefur verið að „enginn hvítur maður syngur eins og Van Morrison“. Einnig er hann þekktur fyrir líflega sviðsframkomu, en hann og Doorsmeðlimurinn voru miklir vinir og ljóst er að Jim Morrison lærði sitt hvað af Van í sviðsframkomu.

Van Morrison hlaut inntöku í „Rock and Roll Hall of Fame“ árið 1993 og í „Songwriters Hall of Fame“ árið 2003.




Tom Waits



höfundur: DrHaHa


Thomas Alan Waits fæddist 7. desember árið 1949 í Ponoma í Kaliforníu. Árið 1959 skyldu foreldrar hans og hann flutti til Nationalborgar. Hann fékk fljótt mikinn áhuga á tónlist og lærði sjálfur að spila á gítar og píanó.

Árið 1972 vann Tom sem dyravörður á skemmtistað í San Diego. Þar fékk hann að skemmta uppá sviði á milli atriða og vakti það áhuga margra, og seinna það ár skrifaði hann undir samning hjá Asylum Records!

Fyrsta plata Waits kom út árið 1973 og nefnist Closing Time. Þar má heyra lög eins og Ole 55 (sem er um bíl sem hann átti, 55 Buick) og I hope that I don’t fall in love with you (sem Emilíana Torrini coveraði). Einu ári síðar kom út meistaraverkið The Heart of Saturday Night, sem er af mörgum talinn besti diskurinn hans! Þá byrjaði Waits að nota djúpu, rámu röddina sem einkennir hann enn í dag. Á disknum má finna lög á borð við San Diego Serenade, The Heart of Saturday Night og Shiver Me Timbers. Í kjölfarið fylgdu diskarnir Nighthawks at the Diner (tónleikaupptaka frá árinu 1975), Small Change (1976), Foreign Affairs (1977), Blue Valentine (1978) og Heartattack and Vine (1980).

Waits fór svo frá Asylum til Island Records, því Asylum líkaði ekki tilraunakennd tónlistin! Fyrsti diskurinn sem Tom Waits gaf út hjá Island var Swordfishtrombones (1983) en á eftir honum komu Rain Dogs (1985), einnig talinn vera ein besta plata hans, og Frank’s Wild Years (1987). Þessir diskar oft sagðir vera trílógía. Waits gaf út 4 aðra diska með Island -- Big Time, Night on Earth, Bone Machine og Black Rider -- en eftir það skipti hann aftur og fór til ANTI-.

Nýjasti diskur Waits heitir Orphans: Brawlers, Bawlers and Bastards, sem kom út 21. nóvember árið 2006. Þetta er þriggja diska sett sem inniheldur 24 „rares“ og 30 ný lög eftir meistarann!

Tom Waits hefur líka leikið í mörgum kvikmyndum og gert tónlist fyrir þær. Árið 1982 kom út soundtrack eftir hann og Crystal Gale fyrir myndina One From the Heart eftir Francis Ford Coppola. Waits hefur leikið í myndum eins og Domino, Mystery Men, Dracula og Coffey and Cigarettes.

Árið 1980 gengu Waits og Kathleen Brennan í það heilaga, og eru þau enn hamingjusamlega gift. Brennan hefur samið þónokkuð mörg lög með Waits, t.d. öll lögin á nýjustu diskum hans! Saman eiga þau þrjú börn.

Ég hvet alla sem ekki hafa hlustað á Tom Waits að kynna sér þennan frábæra tónlistarmann!




John McLaughlin



höfundur: Bobcat


John McLaughlin er á meðal frægustu jazz-fusion gítarleikara sögunnar. Hann hefur komið víða við og gegnt mikilvægu hlutverki í þróun jazztónlistar. Hann er talinn einn besti jazzgítarleikari allra tíma, ef ekki bara sá allra besti.

McLaughlin byrjaði feril sinn sem gítarleikari fyrir fusiontíma Miles Davis, þar sem hann kom fram á plötunum In a Silent Way, Bitches Brew (með eitt lag er skírt í höfuðið á honum), On the Corner, Big Fun og A Tribute to Jack Johnson.

Árið 1970 stofnaði hann sveitina Mahavishnu Orchestra sem spilaði tónlistablöndu sem samanstóð af elektrónísku jazz-fusion og rokki, og hafði einnig vott af indverskum áhrifum. Var hljómsveitin starfandi í ein sex ár, en kom svo aftur saman á árunum 1984-1986. Mahavishnu Orchestra sló í gegn í heimi jazzbræðings og var á meðal topp hljómsveita í þeim heimi; á toppinum trónuðu með þeim sveitir eins og Return to Forever, Weather Report og Blood, Sweat & Tears.

Eftir að Mahavishnu Orchestra hætti árið 1976 stofnaði John McLaughlin sveitina Shakti, sem spilaði mjúka jazztónlist með áberandi indverskum hljómi. Má segja að hljómsveitin hafi verið frumkvöðull á sviði heimstónlistar á þeim tíma.

McLaughlin og kollegi hans Carlos Santana fylgdu báðir gúrúinum Sri Chinmoy. Árið 1973 tóku þeir sig saman og gerðu plötuna Love Devotion Surrender, sem innihélt meðal annars lög af plötunni Love Supreme eftir John Coltrane.

Árið 1979 tók hann sig til og fór að spila með flamenkógítarleikurunum Paco de Lucía og Larry Coryell, sem seinna var skipt út fyrir Al Di Meola snemma á níunda áratugnum. Bandið kom saman aftur árið 1996 til að taka upp nýtt efni og fór í ferðalag um heiminn.

Nýlegasta efni McLaughlin kom út árið 2003 og nefnist Thieves and Poets, og var gert fyrir ballet.




Elvin Jones



höfundur: Musclemuseum


Elvin Ray Jones (9 September 1927–18 Maí 2004)Hann spilaði aðalega Modal jazz, Avant-garde jazz, Hard bop, Mainstream jazz, Post-bop og er einn að áhrifavöldum á góð trommara svo sem Mitch Mitchel (The Jimi Hendrix XP)

Hann ólst upp í bænum Pontiac í Michigan. Hann var einn af merkustu trommurum sinnar tíðar. Hann byrjaði ungur að hafa áhuga á trommum og horfi mikið á trommarana sem spiluðu í srikusum.

Hann var í hernum frá árunum 1946 til 1949, Þegar hann kom heim byrjaði ferill hanns að allvöru þegar hann spilað á Detroit's Grand River Street club. Hann spilaði svo í húsbandi í Detroid með Billy Mitchell og flutti síðan til New York árið 1955 od spilaði þar með mönnum til dæmis Charles Mingus, Teddy Charles, Bud Powell and Miles Davis. Á árunum 1960-1966 var hann meðlimur John Coltrane kvartetnum sem gerðu plötur svo sem A Love Supreme. Í kjölfarið á vinnu sinni með John Coltrane fór hann að spila í mikið af litlum græuppum þar á meðal The Elvin Jones Jazz Machine sem hann tók upp með bræðrum sínum Hank Jones og Thad Jones.

Árið 1991 með The Elvin Jones Jazz Machine á Enja Records. Árið 1999, vann hann með Our Lady Peace á plötunni Happiness...Is Not a Fish That You Can Catch. Síðar á ferlinum kenndi hann mikið og regglulega með ungu fólki. Hann lést sorglega árið í Maí mánuði 2004 úr hjartabilun. R.I.P




Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok