Heil og sæl, ágæta jazz- og blúsáhugafólk…

Eins og þið ættuð að vita (miðað við hvað ég er óþolandi með plögg
hérna) er ég meðlimur í blús bandinu (með jazzívafi þó) misery loves
company. Þannig er að næsta sunnudag ætlum við að halda tónleika á
Sirkus, og verður þetta í fyrsta sinn sem við spilum nánast bara frumsamið
efni. Sem er svo sem ekki í frásögu færandi, nema fyrir þær sakir að við
erum að velta því fyrir okkur að taka tónleikana upp og búa til rafræna
tónleikaplötu á netinu. Þetta er a.m.k. hugmyndin, en ef illa tekst til
slaufum við því trúlega.

En til að það verði eitthvað vit úr þessu þurfum við fólk á Sirkus, því misery
loves company er svona band sem þrífst mestan part í samvinnu við
áhorfendur. Ég myndi segja að stemningin hjá áhorfendum sé að minnsta
kosti helmingurinn af þessu öllu saman. Þess vegna ákvað ég að senda
inn þessa beiðni til ykkar um að koma og hjálpa okkur á Sirkus, næsta
sunnudag (16. nóvember, degi íslenskrar tungu ;). Að sjálfsögðu er
ókeypis inn, og við byrjum kl. 22:00. Þetta er styttra prógram en við erum
venjulega að taka, trúlega svona rúmur klukkutími (klukkutíma styttra en
oftast, enda engin cover lög), og ég held að ég geti lofað ykkur góðri
stemningu (ef einhver mætir, þeas).

Við verðum í ögn jazzaðara skapi en oft áður, og lofum að reyna að koma
á óvart og skemmta ykkur sem best.

Endilega látið sjá ykkur og aðstoðið okkur við þessa litlu tilraun okkar.
Eins og áður sagði er ókeypis inn, þarna verður ódýr bjór og vonandi
alveg rífandi stemning.

Vonumst til að sjá sem flesta!

kk
Eyvindur Karlsson
misery loves company.

nánari upplýsingar, ókeypis tónlist o.fl. á

http://www.miserylovescompany.tk
We're chained to the world and we all gotta pull!