Billie Holiday Billie Holiday, 1915-1959

Líf Billie Holiday er mörgum ráðgáta en eitt er víst að það var vissulega erfitt. Til dæmis er vitað að hún var á stofnun vegna þess að hún var fórnarlamb nauðgunar í æsku og hún varð vændiskona á sínum yngri unglingsárum.
Það var röddinn sem bjargaði henni frá þessu vesæla lífi. Eftir að hafa hljóðritað nokkra tóna með Benny Goodman árið 1933, áttaði Billie sig á því að hún gat forðast vændið með því að syngja, jafnvel þótt það að syngja hræddi hana örlítið.
Það er jafnvel hægt að heya hversu hamingjusöm hún var að hafa getað flúið sitt gamla líf í fyrstu plötum hennar með Buck Clayton, Lester Young og Teddy Young.

Billie gerði samning við Joe Glaser (umboðsmann Lois Armstrong) árið 1935; fór í tónleikaferðalag með Count Bassie árið 1937 og Artie Shaw (ástmaður hennar um tíma) árið 1938. Með því að ferðast með Shaw fannst henni hún vera “second act” og fékk hún “second-class treatment” sem Shaw ýtti undir.
Þetta leiddi til þess að Billie hóf sólóferil árið 1939. Þrátt fyrir nokkra slagara eins og “Strange Fruit”, átti Billie erfitt með að höndla einmanalegt sviðljósið. Hún varð heróínfíkill og átti við drykkju vandamál að stríða. Hún hafði sterka hvöt fyrir mönnum sem minntu hana á föðurímyndina. Hún þráði karlmenn sem vildu ríkja og sömuleiðis hafði hún sterka kynferðishvöt. Það gerði það að verkun að Billie var auðveld bráð fyrir karlmenn sem einungis notuðu hana. Hún var með þeim nokkrum, hver og einn notaði hana og því miður var hún háð þeim öllum líka.
Þessi lífstíll var byjaður að sjást á hæfileikum hennar til söngs um miðjan þriðja áratuginn. Árið 1947, eftir að Billie hafði verið handtekinn fyrir eiturlyfjanotkun, fór hún á betrunarheimili í Vestur- Virginíu. Svo árið 1948 söng Billie fyrir fullu húsi í Carnegie Hall og hlaut mikil lof fyrir. En Billie var viss um að fólkið væri ekki að koma til að sjá hana syngja heldur til að sjá örin á handleggjum hennar, sem er einmitt ástæðan fyrir því að hún fór að vera í löngum hönskum.

Billie þráði að fá að leika í bíómynd. Henni bauðst hlutverk sem þerna í myndinni New Orleans, árið 1947. Á þessum tíma fengu afrískir-bandarískir leikarar nefnilega einungis hlutverk í þessum dúrum, Billie fyrirleit hlutverkið.

Eftir aðra meðferð til að læknast af heríónfíkninni, fór Billie aftur að syngja í klúbbum. Árið 1952, gerði hún samning við Norman Gantz, sem sá um hljóðupptökur fyrir hana næstu fimm árin. Samt sem áður þjáðist Billie enn af þeim röskunum sem rödd hennar hafði orðið fyrir sökum óhefðbundins lífstíls. Það var á þessum tíma sem rödd hennar hljómaði nánast tóm og hjálparlaus.

Árin 1953-1957 vann Billie óhemju mikið. Hún lét gera “Comeback Story” sem sýnd var í sjónvarpinu árið 1953; hún hélt tónleika í Bretlandi árið 1953. Sjálfsævisaga hennar “Lady Sings The Blues” kom út árið 1956 og árið 1957 var Billie endursameinið með Lester Young í Jazz þætti.
Árið 1958 bjó Billie ein í New York, með lítinn chihuahua hund en henni var neitað um ættleiðingu. En víst var að hún þráði að eignast barn.
31 maí, árið 1959 féll hún niður og var hraðað á spítala. Á dánarbeði sínu, var hún handtekinn fyrir að hafa eiturlyf meðferðis…


Billie Holiday er án efa uppáhalds jazz söngkonan mín og einmitt útaf henni fékk ég áhuga á þessari tónlistartegund. Jazz er greinilega ekki “happy” tónlist, þó það geti verið einstaklega róandi.