Daginn fólk.
Medski Martin and Wood, eða bara MMW er þriggja manna hljómsveit, sem hefur starfað frá byrjun 10. áratugsins að ég held, og hent frá sér þó slatta af geisladiskum.
Sumum þætti fjölbreytt hljóð hip-hopsins og framúrskarandi jazz tilraunamennska í sömu sænng vera ómarkaðsvæn uppskrift sem myndi enda með ósköpum. En MMV er skítsama um það þó þeir afsanni þá bábilju.

Sveitin samanstendur af píano´og orgelleikaranum John Medeski, trommaranum Billy Martin og bassaleikaranum Chris Wood. En þeir hafa þó fengið hljóðfæraleikara til að spila með sér í gegn um árin.

Ég fékk mér safnplötuna ‘Last chance to dance trance (perhaps) best of 1991 - 1996’
Síðan í október er þessi búin að vera á fóninum, og hún verður betri og betri. Og það má kanski taka það fram að ég hlustaði ekki rass á jass þangað til að ég heyrði í þessari plötu.
En hér kemur smá plötudómur um ‘Last chance…’
Lag 1 (Chubb sub) mætti skilgreina sem jazzað funk. Það inniheldur ofursvala bassalínu og svo er rosalega flottur stígandi í laginu þar sem trommarinn er að tortíma trommusettinu þarna í lokin.
Lag 3 (Last chance to dance trance (perhaps)) er barasta besta lag sem ég hef hlustað á 2002. Mjög svalt jazzgúv með flottum orgel kórus en hápunkturinn á því lagi þykir mér trommusólóið sem kemur eftir 5 mín held ég.
Lag 4 (Hermetos Daydream)inniheldur ekki beint merkilegar melodíur, en vá, nett flipp hér þar sem píanoleikarinn gjöramlega gengur af göflunum ásamt trommuleikaranum.
Lag 6 (Lover) er einnig svona jazzskotið funk, en hér er samt meiri jazzfílingur. Mjög gott.
Lag 7 (Where is Sly?) inniheldur flotta og klassíska saxafóns/trompets aðalmelodíu sem smakkast vel.
Restin af disknum er góð en ekki eins minnistæð og lögin sem ég taldi upp.

Árið 2002 gáfu þeir út tónleikadiskinn ‘Tonic’ og hins vegar ‘The dropper’ ,pródúsuð að Scotty Hard (Wu-Tang Clan, P.M. Dawn), sem inniheldur skítugari takta og hrárri hljóð en hefur tíðkast hjá MMV liðum hingað til.

Að lokum vil ég mæla með ‘Last chance to dance trance (perhaps) best of 1991 - 1996’ en síðast þegar ég athugaði ar The dropper ekki fáanleg í Japís (veit ekki með skífuveldið ógurlega). Veit ekki með ykkur, en ég á eftir að næla mér í eintak þegar hún kemur hingað.

Og og vil ég taka það fram að upplýsingarnar um sveitina tók ég af
http://www.chartattack.com/damn/2000/12/0502.cfm

G óðar stundir.