Um badminton Ég gerði þessa ritgerð fyrir skólann minn og áttum við að skrifa um eina íþrótt. Ég valdi að skrifa um badminton og hér er hún:

Badminton

Badminton er spaðaíþrótt. Íþróttin gengur út á það að skora hjá andstæðingnum. Vellinum er skipt í tvennt og er net á milli. Notaðir eru spaðar til að slá fluguna yfir net og á völl andstæðingsins. Til að skora þarf að slá fluguna þannig að hún lendir á velli andstæðingsins eða ef andstæðingurinn slær flugunni út fyrir völlinn. Á mótum er oftast keppt í fimm flokkum, einliðaleik karla, einliðaleik kvenna, tvíliðaleik karla, tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik.

Uppruni badmintons er kominn frá Kína fyrir um 50 árum f.kr. Nútíma badminton á uppruna sinn úr veislu sem var haldin á Indlandi. Embættismenn, hermenn og gestir festu fiður við korktappa og notuðu flöskur sem kylfur. Þessi leikur var strax vinsæll og var kallaður “Poona”. Enskir hermenn sem voru í Indlandi árið 1873 tóku íþróttina til Englands. En nafnið badminton er komið frá þorpi þar sem mikið var stundað badminton og þar bjó Duke nokkur sem var mikill áhugamaður íþróttarinnar.

Badminton kom til Íslands árið 1933. Þá var erfitt að fá spaða, net og kúlur en það hefur breyst mikið og er nú framúrskarandi aðstaða hjá Tennis- og badmintonfélagi Reykjavíkur (TBR). Sérsambandið BSÍ, Badminton samband Íslands, var stofnað árið 1967 og er BSÍ sérsamband innan ÍSÍ. Íslenska nafnið íþróttinnar er badminton og er það komið af enska orðinu badminton. Á fyrsta stofnþingi sambandsins kom tillaga að íþróttin yrði nefnd hnit en hún féll á jöfnum atkvæðum. Badminton hefur eflst mikið á síðastliðnum árum og má nefna að BSÍ varð 40 ára nýlega og var haldið upp á það með promp og prakt í TBR húsunum þegar Iceland Express International 2007 fór fram. Afreksmenn Íslendinga í badmintoni hafa orðið betri og betri. Í janúar síðastliðnum var haldið hér á landi Evrópumót B-þjóða eða Helvetia Cup þar sem landslið Íslands vann. Hæðst ber þó árangur Rögnu Ingólfsdóttir, hún hefur verið fyrirmynd Íslands og stefnir ótrauð á Ólympíuleikana 2008 í Peking. Þrátt fyrir meiðslin hefur hún best náð sæti nr. 39 á heimslistanum en er nú nr. 54. Nú er Badminton orðin 7. vinsælasta íþróttin á Íslandi með 5001 skráða badmintonfélaga.

Nauðsynlegur útbúnaður í badminton er spaði, bolti/ar og net. Ýmislegt fleirra hefur þó verið framleitt fyrir íþróttina eins og skór, grip, töskur og fatnaður. Badminton merki eru nokkur t.d. Yonex, Carlton, Head og Victor, þó að Yonex er þar fremst.
Mikil áreynsla fylgir íþrótinni bæði líkamlega og hugarlega. Þeir bestu í heimnum hafa mikla tækni og hraða og er íþróttin önnur hraðasta íþrótt heims enda kemst boltinn á 338 km/klst.Heimildir:
http://is.wikipedia.org/
http://en.wikipedia.org/
http://badminton.is/
http://answerbag.com/