Það sem ég hef séð undarfarið allsstaðar hér er að fólk hefur mikla fordóma gagnvart íþróttum sem heita ekki eitthvað ‘-bolti’ eða séu með einhverjum hasar í. Sérstaklega er þá verið að tala illa um stráka sem æfa dans eða einhverja svipaða íþrótt.

Tökum Ballet sem dæmi (ballet er íþrótt, ekki keppnisgrein). Þú þarft að hafa fullkoma sjálfstjórn og byggja upp vöðva hér og þar og við skulum ekki tala um jafnvægið! Vera að halda á einhverri stelpu uppi og standa á tám, það geta ekki allir. Af hverju finnst mörgum ballet vera svona ‘homma’ íþrótt? Jú, þeir eru víst í einhverjum þröngum sokkabuxum sem á að vera þægilegt að dansa í. Ég (hef ekki æft ballett) en ég skal trúa því að það sé mjög erfitt að vera að gera einhver stökk upp í loftið í þykkum dissarabuxum. Þetta er búningurinn hjá strákum í ballet. Eins og stuttbuxur hjá strákum í þessum boltaíþróttum. Þær voru nú einu sinni níðþröngar.

Svo eru það fimleikar. Fimleikar og ballet, reynið að finna meira krefjandi íþrótt sem reynir á jafnvægi og styrk hvers vöðva í líkamanum. Það er engin íþrótt sem er jafn krefjandi og þessar tvær. Maður þarf að hafa allt og æfa síðan maður var 3ja ára til þess að geta eitthvað. Strákar í fimleikum! Það er hlegið af þeim. Sama með stráka í ballet. En hvað eru þeir að gera? Jú, þeir eru að rækta líkamann á einhver erfiðasta hátt sem hægt er að gera. Fótbolti er kannski erfiður en þessar íþróttir eru erfiðari. Ef þú mundir stilla saman upp fótboltamanni og fimleikamanni upp í einvíg með berum höndum, mundi fimleikamaðurinn sennilega vinna því að hann er sterkari.

Ballet kemur fyrir í mörgum íþróttum. Fótbolti, maður þarf að vera leikinn með knöttinn og það er svolítill ballet í honum. Skylmingar, ég get sagt ykkur að ballet og skylmingar (ólympískar) eru nánast náskyld. Það er svo mikil tækni sem við notum í skylmingum sem er uppruninn úr dansinum. Það er nánast ótrúlegt!

Af hverju eru þessar phobiur gagnvart íþróttum sem eru oftast er meiri hluti stelpur? Þessar íþróttir eru oft miklu miklu meira krefjandi en þessar boltaíþróttir, bæði varðandi úthald, styrk og jafnvægi. Ekki eru stelpur hræddar við að fara í fótbolta! Hugsið aðeins um þetta. Berið virðingu fyrir öllum íþróttum. Sama hvort það er bochia eða fimleikar því að allt byggist upp á tækni sem erfitt þarf að æfa (þó að ég efast einhverra hluta vegna að Bochia sé erfiðasta íþrótt í heimi)

Fantasia