Við erum þrjár 17 -18 ára stelpur í leit að gítarleikara sem kann eitthvað fyrir sér.
Okkur vantar reyndar líka bassaleikara og trommuleikara / slagverksleikara …

Þetta er allt á frumstigi en markmiðið er að vinna hratt og vel í efninu og vera tilbúin að spila sem fyrst.

Ein okkar syngur, önnur spilar á gítar og semur en sú þriðja spilar á píanó.

Við erum komnar með um 10 lög sem á eftir að fínpússa og fara vel yfir.
Svo erum við með ágætis upptökuaðstöðu og flottan sal með sviði í miðbænum þar sem hægt er að troða upp.

Lögin eru í rólegri kantinum, með heldur dramatískum textum (á ensku) en eru mótanleg svo hægt er að færa þau í ýmsa búninga.

Áhugasamið sendið tölvupóst á netfangið: krala123@hotmail.com