Fyrir þónokkrum árum las ég ríki ljósins. Þá var ég búin að lesa ísfólkið og galdrameistarann tvisvar eða þrisvar. Uppgvötaði þær hjá gamalli vinkonu minni sem átti öll settin þrjú, nema seinustu bókina af ríki ljósins. Ég tók samt þær allar á bókasafninu nema seinustu bókina - en komst að því (á þeim tíma) að það væri ekki búin að gefa út seinustu bókina af ríki ljósins á íslensku! Hneyklaðist ógurlega enda var endirinn á seinustu íslensku þýðingunni af ríki ljósins bókini ansi spennandi.. Var að velta fyrir mér hvort einhver veit meira um þetta en ég??