Gráa Fólkið Ég veit ekki hvort að þessi grein hefur komið inná huga áður, en ég gáði í yfirlitið og sá enga grein um Gráa fólkið svo ég áhvað því að senda hana inn!.

****SPOILER***** - ef þú ert ekki búinn með bók nr. 29 í Ísfólkinu. eða 23

Gráa fólkið gegnir mikilvægu hlutverki í Ísfólksbókunum og hefur áhrif á mikinn hluta söguþráðarins. Þó er það aðeins til staðar í miðjum bókaflokkinum, frá ca. bók nr. 13 til nr. 29.

Höfundurinn, Margit Sandemo, virðist hafa séð Gráa fólkið ljóslifandi fyrir sér, því í bók nr. 23, Vorfórn, er útskýrt nákvæmlega hvað þetta Gráa fólk er og hvernig það hagar sér:„Gráa fólkið eru allar þær verur, sem lifa í skuggaheimi rétt hjá okkar heimi. Þær eru margar og margvíslegar. Það er þetta fólk, sem þú sérð út undan þér og svo er þar enginn, ef þú horfir beint í áttina. Þetta er fólkið, sem felur sig í skuggunum í tunglsljósi eða draugahúsum .Það lifir í trú fólksins á náttúruvætti, það er gott eða vont, það er hættulegt eða hjálplegt, óhamingjusamt eða hrekkjótt. Það eru hinir dauðu, sem ráfa hvíldarlaust um í tómi, því að eitthvað kom fyrir við við lát þeirra – eins og að þeir hafi verið lagðir í óvígða jörð eða ekki getað eitthvað lífsnauðsynlegt; þetta eru vættir, undirheimaandar, álfar, himnaverur, kvikdauðir…” (bls. 16 í Vorfórn nr.23)

Það má kannski líkja Gráa fólkinu við huldufólk, afturgöngur og vættir okkar Íslendinga, gæti verið norsk hliðstæða. Þessi lýsing passar einmitt mjög vel við Gráa fólkið sem talað kemur fram í bókunum. Þar voru alls kyns verur, sumar sem höfðu verið mannlegar, eins og hengdi maðurinn og litlu stelpurnar tvær en þau komust aldrei í vígða jörð, og svo aðrar verur sem voru hreinar þjóðsagnapersónur, eins og maran. Allar þessar verur, sem eru taldar upp í textabrotinu, hafa lifað í þjóðsögum manna.

Gráa fólkið fylgir Ísfólkinu í tæplega 160 ár. Það var Ingiríður (1698-1789) sem seiddi fyrst fram Gráa fólkið þegar maðurinn hennar var dáinn og hún sat ein á Grásteinshólma. Eftir lát mannsins síns lifði hún og hrærðist í göldrum, en meðan maðurinn hennar lifði snerti hún varla á göldrum. Gráa fólkið hjálpaði henni við húsverkin og þjónaði henni, og það endaði með því að nánast engin vinnuhjú voru eftir á Grásteinshólma. Gráa fólkið reyndist þeim frekar erfitt, svo þau seiddu það niður aftur. Það var ekki fyrr en um 1800 sem Gráa fólkið kom aftur til sögunnar, en þá voru það þau Heikir og Vinga sem seiddu það upp, en frá því segir í Vorfórn. Gráa fólkið settist aftur að á Grásteinshólma og lögðu hann undir sig. Eftir að Heikir dó komst enginn inn í gamla ættaróðalið, þau réðu öllu þar inni. Svo árið 1861 kemur Saga Símonar frá Svíþjóð og nær að eyða skuggaverunum (Ástir Lúcífers, 29), en þá er húsið að hruni komið og það er ekkert hægt að gera við það.

Það má því velta fyrir sér hvernig sagan hefði orðið ef Gráa fólkið hefði ekki komið til sögunnar, hefði Grásteinshólmi staðið lengur? Eða hefðu þau misst óðalið og það tilheyrt Snivel dómara? Hefði hlutverk Sögu verið eitthvað annað? Persónulega finnst mér að Gráa fólkið sé mikilvægur og nauðsynlegur hluti af sögunni, en það má alltaf pæla ;)Þeir bannfærðu og útvöldu sem vildu vera góðir, börðust gegn Þengli hinum illa, eru ekki á meðal gráa fólksins. Ekki heldur þeir illu bannfærðu.Það var Ingiríður sem seiddi gráa fólkið fyrst fram, og þegar Úlfhéðinn flutti til hennar á Grásteinshólma varð hann einnig húsbóndi þeirra. Þegar þau dóu hvarf gráa fólkið. Heikir og Vinga seiddu það svo fram aftur (Vorfórn, nr. 23) til að reka dómara að nafni Snivel þaðan, en hann hafði tekið Grásteinshólma ólöglega.