Hérna er smá grein sem er tileinkuð þeim sem ekki hafa lesið Ísfólkið og vita ekki hvað það er :)

Sagan um Ísfólkið er bókasería um ætt sem kallar sig Ísfólkið og býr í Noregi (að mestu leyti). Bækurnar byrja árið 1581 og gengur sagan langt fram á 20. öld.
Ættfaðir Ísfólksins, Þengill hinn illi, kallaði bölvun yfir ættina og hljómaði bölvunin þannig að í hverri kynslóð myndi fæðast annaðhvort ein útvalin eða ein bannfærð manneskja.. eða jafnvel bæði. Bækurnar eru semsagt um að ættin reynir að aflétta þessari bölvun sinni (sem er ekki hið léttasta verk get ég sagt ykkur), og lendir í hinum ýmsum ævintýrum í gegnum bækurnar.

Bækurnar eru eftir norska höfundinn Margit Sandemo, sem er mest seldi rithöfundur Norðurlanda með meira en 35 milljónir seldra bóka, og eru bækurnar í seríunni um Ísfólkið 47 talsins. 47 er stór og yfirþyrmandi tala, og maður getur verið svolítið smeykur við að prófa.. en ég get svo sannarlega lofað því að þegar maður er kominn inní söguna, þá vill maður ekki hætta :) Þannig ég vil hvetja sem flesta sem hafa ekki enn lesið þessar bækur, að kíkja á þær.. Að minnsta kosti lesa fyrstu bókina, það er nefnilega alltaf hægt að hætta ef ykkur líkar ekki ;)

Þessar bækur eru frekar gamlar, og er hætt að gefa þær út, en hægt er að nálgast þær á sem flestum bókasöfnum :) Og auk þess er bókaútgefan Jentas byrjuð að endurútgefa bækurnar og eru nú þegar fyrstu þrjár bækurnar komnar út. Fást þær í flestum bókabúðum, og sumum matvörubúðum.

Þessar bækur eru fyrir eiginlega alla aldurshópa, þó mæli ég ekki með því að yngri en 12 ára lesi þær, þar sem oft kemur fyrir kynlíf í bókunum og þetta bara er ekki beint barnabækur.

Annars er ekkert meira sem mér dettur í hug sem ég get sagt um þessar bækur, en endilega spyrjið ef þið hafið einhverjar spurningar :)
Og enn og aftur.. Ég hvet alla 12 ára og eldri að kíkja á þessar bækur, þær eru hreint og beint yndislegar!

Kv. xxvillimeyxx
Music.. my escape from reality.