Ég var minntur á það núna áðan hvað langt er liðið síðan að Quake 3 kom út og er það um 11 mánuðir síðan um þessar mundir.

þann 21. nóvember 1999 var meðal annars þetta sett upp sem topic á #quake.is:

.—————————————————————.
| Topic: Q3testdemo serverar komnir upp á skjalfti1 skjalfti2 |
| skjalfti3 |
| SetBy: |ICE|Slay Sun, Nov 21 1999 at 4:46pm |

En hvað það var gaman og spennandi að bíða eftir þessum testum og sækja þau (margir á slappari hraða en þeir hafa í dag) og þá man maður eftir því að það hefur ekkert sem hefur hrist jafn vel upp í fólki síðan að Quake 3 kom út.

Því verður gaman að heyra ykkar skoðanir á því hvað verður það næsta sem við munum allir bíða með öndina í hálsinum eftir að komi út.

Verður það Wolfenstein? TF2? Doom 3?

Segið ykkar skoðun.



Þakkir til Tran fyrir að nenna ekki að henda log skrám af irc :)
JReykdal