Eins og flestir vita þá fluttist ég til annars lands fyrir skömmu. Fæst ykkar vita þó hina raunverulegu ástæðu fluttningana og ætla ég að rekja hana hér.

Ég byrjaði að taka þátt í Quake samfélaginu fyrir u.þ.b. þremur árum síðan. Þá voru fyrir nokkrir mætir menn sem höfðu að nýju gengið í barndóm fyrir tilstuðlan þessa litla forrits sem Quake kallast. Ekki tóku allir mig í sátt og enn bregður við að fólk er ekkert sérstaklega hrifið af mér.

Ástæður þessa eru þær að ég reið snemma fram á ritvöllinn með uppljóstrandi greinar um ýmislegt sem viðgekkst í þessu litla samfélagi. Sem betur fer tóku nokkir glöggir menn eftir því að sannleikskornin sem í skrifum mínum leyndust voru oft korn sem fyllt gætu mæla réttlætis og fór því frægðarsól mín snemma hátt í loft.

Ekki voru allir jafn hrifnir af því að heyra svo hreinan sannleika í ljósvakamiðlum. Margir reyndu að stöðva mig, ýmist með hótunum eða beinum aðgerðum sem miðuðu að því að takmarka tjáningafrelsi mitt. Með hjálp góðra vina tókst mér að yfirstíga allar hindranir og kom sá tímapunktur að mér virtust allir vegir færir. En þá var ýmislegt að gerast hjá mér sjálfum sem að umheimurinn vissi aldrei um.

Eins og margir vita þá er ég ekki hrifinn af sviðsljósinu. Mér líður illa þegar litið er einkalíf mitt nánum augum. Ég vil fá að vera í friði og óþolandi finnst mér þegar fjölskylda mín verður bitbein deilumál sem koma henni ekki við.

Kastljósið var orðið óþægilegt. Það stækkaði og stækkaði og á tímabili var því þannig komið að það beindist að öllu sem var mér nálægt, fjölskyldu, vinum og samferðamönnum. Ekkert var orðið heilagt í opinberri umræðu.

Svo eina nóttina vaknaði ég sveittur með sting í kviðnum. Mér var flýtt upp á gjörgæsludeild og kom í ljós að ég var bæði með blæðandi magasár og opið beinbrot. Taugaáfall fylgdi í kjölfarið og læknar ráðlögðu mér að draga mig úr sviðsljósinu.

Það var hægara sagt en gert en ég gat þó, með aðstoð vina og kunningja, gert ýmsar ráðstafanir sem gerði fjölmiðlum og öðrum erfiðara að ná til mín. Ég hætti í starfi mínu, sem hafði krafðist þess að ég hefði IRCið opið 24/7 og að ég skrifaði á Korkinn 3x á dag og tók mér rólegri stöðu niður í bæ sem skyndibitatæknir.

Líf mitt gekk mjög vel fyrstu vikurnar. Magasárið gréri og ég losnaði við fatlan. En skyndilega einn ágústmorgun, þegar ég mætti til vinnu, biðu fyrir utan sveittir og lúsugir kveikarar; þeir voru komnir til að tala við mig…

En málin höfðu þróast á aðra vegu en mig hefði grunað. Fólk var öllu hlýlegra við mig eftir að fréttist um vistun mína á geðdeild. Margir komu til að fá að borða og enn aðrir bara til spjalla. Þetta var alls ekki gott mál en ekki það slæmt heldur.

Margir gerðust fastagestir á þessum litla stað og fór ég að líta marga öðrum augum en ég hafði gert áður. Þó virtist sem að sumir væru ætíð í leit að vandræðum.

Eitt kvöldið voru mættir nokkrir prýðismenn. Þetta var í þá daga sem að klanið K var nýstofnað. Tilviljun réði því að þetta kvöld voru þarna staddir Butch, Vulkanus, Musterið og frú.

Musterið og frú sátu úti í horni og voru nýbúin að klára frönskuskammtinn sinn og Butch var bara að slæpast með unglingunum úr Hagaskóla sem að sækja spilakassasalinn óspart… þegar Vulkanus kemur inn.

- “Blessaður” Sagði Vúlkanus, sem er einstaklega hlýr persónuleiki.
“Nei komdu sæll!”
- “Heyrðu, það er kjúklingabátur og kalkúnsbátur, sleppa papríku og setja hamsatólg í staðinn!”
“Ekkert mál, eitthvað fleira?”
- “Já láttu mig hafa bleikan Gatorade og Vatnsglas”
“No problem!”

Svo elda ég matinn. Þegar ég síðan hefst handa við að merkja pakkningarnar þá gerðist nokkuð sem átti eftir að hafa stórvægilegar afleiðingar í för með sér.

Öll þessi seta við tölvur hefur gert það að verkum að mér er lífsins ómögulegt að skrifa almennilega með venjulegum penna. Þetta kemur fram í því að upphafstafir orða verða alltaf miklu, miklu stærri en hinir sem á eftir koma. Þetta gerði það að verkum að kjúklingabátur varð “|K|júklingabátur” og kalkúnsbátur varð “|K|alkúnsbátur”.

Vulkanus stakk bátunum í pokann sinn en, eins og allir vita, þá eru máltíðirnar hjá Nonna það vel útilátnar að venjulegur Speedo sundpoki er ekki nægilega stór til að hylja heilan bát. Því stóðu tvö |K| upp úr pokanum, sýnt og greinilega.

Hvert er ég að fara með þessu? Bíðiði við…

Daginn eftir verður allt vitlaust. Vúlkanus hafði sést á Nonnabita kaupandi mat handa sér á Butch því að hann var nýbúinn að joina K. Hann hafði skilið við hux í illu og var, þegar þarna var komið við sögu, svo stirt á milli manna að hann yrti ekki á Musterið þegar hann strunsaði út til að fara í NBA-JAM með Butch á Fredda. (Og svo í sundhöllina á eftir).

Þegar ég heyrði þetta þá opnaðist magasárið aftur og geðlægðin var viðbúin. Mínir nánustu vissu að ekki var hægt, fyrir mann eins og mig, að búa í svo litlu landi. Slúður og óþokkaskapur leyndist allstaðar. Því var það ákveðið að ég skildi flýja land… og því er ég ekki á Skjálfta um þessa helgi.

GL á Skjálfta og áfram ICE!!!!