Góðan og blessaðan daginn

Þessa grein skrifa ég vegna þess að í hjarta mínu er stórt holrúm. Þetta holrúm hefur verið til staðar í töluverðan tíma og með þessari grein vona ég að það verði fyllt. Málið er að ég sakna allra rifrildana og leiðindana sem áttu sér stað á AQ korknum í gamla daga. Sjálfur tók ég þátt í nokkrum en oftast fannst mér best að halda mig utan við þau og lesa mér til skemmtunar. Það gæti þó vel verið að ég hafi misst af allra heitustu umræðunum, því þegar ég byrjaði að spila voru lið eins og War.p og 6pak hætt að spila, en PhD og Genesis voru aðal númerinn. Það var næstum hægt að reiða sig á að á hverjum degi var alltaf eitthvað að gerast á korkunum. Menn eins og Dr.ScOpe áttu það til að valda usla og menn fengu bönn fyrir hitt og þetta.. those were the days.

Þessi grein mín er aumkunarverð tilraun til að fá fólk til að rífast og rifja upp gamla tíma. Þetta hefur örugglega verið gert áður, en mig langar að reyna á þetta.

Spurningarnar eru: Hver er besti AQ spilarinn frá upphafi (kannski fyrir hvert vopn)? Hvert er best AQ clan frá upphafi? Hvaða aumingjar kömpuðu mest? :)

Hverjir voru bestir? Voru það clön eins og Murk, 6pak, War.p, clan Frugen Knugen, PhD, Hj, Qs eða Genesis. Eða komu bestu clönin fram í dagsljósið eftir að AQ hafði lifað lengur? MaxTac, QNI, Don, Pr?

Hverjir cömpuðu mest? Voru það clön eins og MBI, Hj, QWA, QNI (sem btw cömpuðu aldrei! Hehe) eða hefði War.p útcampað þau? :)

Best að taka það fram að ég er búinn að gleyma nöfnunum á ansi mörgum clönum og leikmönnum. Þannig ekki taka því illa ef ég gleymdi að nefna clön, eða ég setti ykkur í camphópinn :) Það voru örugglega mörg clön sem cömpuðu meira en þið og endilega minnið mig á það.

Við þessum spurningum vil ég fá svör og það vel rökstudd.

Ég veit að gömlu reynsluboltarnir eru ennþá þarna úti. Tjáið ykkur, kallið hvorn annan hálfvita, sakið hvorn annan um camp og sættist síðan að lokum eða fáið bann fyrir vikið.

Kveðja frá dk

Van-GoGh fullur af fortíðardýrkun.