Stjórnendur Símans Internets ákveða einn daginn að sökum vanþakklætis ADSL notanda og fleiri sé best að hætta þessu bara, fórna þessari markaðsráðandi stöðu sem þeir búa yfir og hafa. Málið er að Síminn Internet og Landssíminn eru líklegast að græða heilmikinn pening á þessu, flestir ADSL notendur þeirra eru annað hvort spilarar í Quake eða Half-Life og fjöldi þeirra telur líklegast hundruðum, síðan ber að telja mánaðaráskriftir allra þeirra módem og ISDN notenda sem spila á gagnamiðlum Símnets.

Það hlýtur að liggja einhver önnur ástæða að baki þessu heldur en eitthvað eintómt vanþakklæti gagnvar stjórnendum… Allt í einu er þessu lokað og mér, fyrrum starfsmanni Símans Internets skellt skuldinni á…

Hvað er í gangi eiginlega?

Er þetta vegna þess að ég sýni Fluffster og Smegma alltaf vanþakklæti, tala illa um þá og sýni þeim lítilsvirðingu hvívetna?

Er þetta vegna þess að þeir Quake-þjónar sem Símnet býður upp á eru svo lélegir að ég get ekki hætt að tala illa um þá?

Nei, nei nei og aftur nei. Þessar spurningar hér að ofan eru þær óraunhæfustu og ég veit að stjórnendur quakeþjóna Símans Internets geta komið hér og sagt statt og stöðugt að þetta sé ekki mér sem einstaklingi að kenna og tvær ofangreinder spurningar séu rangar. Stjórnendur quakeþjóna Símans Internets þekki ég persónulega, þetta eru mínir kunningjar og þetta eru menn sem láta ekki athugasemdir sem mínar eða nokkurs annars buga sig af baki.

Það eina sem ég hef að setja út á Action Quake serverana er að JBravo hefur verið með persónulegar lítisvirðingar í minn garð þegar ég er að nota þjónustuna. Mér er lítið sama hvort að einhver skot séu gerð hér á almannafæri en þegar það er komið inn í þjónustu sem eins virt fyrirtæki sem og Landssíminn er að supporta og selja viðskiptavinum og einn af lengstu viðskiptavinum þeirra er að fá persónulegar árásir og skítkast á sig við notkun hennar, þá er ekkert nema eðlilegt að hann kvarti yfir því. Stjórnendur serveranna ættu þá hiklaust að rannsaka þær kvartanir því að persónuleg tilmæli og skítköst á notendur í þjónustu Landsíma Íslands er alvarlegum augum litið.

En bottom line er, p1mpar eru að standa sig með ágætum. Það eru einstaka sjálfboðaliðar sem mættu passa sig betur á því hvað þeir eru að gera. P1mpar mættu auka eftirlit með slíkum breytingum. Ég ætla ekki að taka að mér sektarkennd fyrir að Skjálfta var lokað.

Reyndar var ég bara sáttur að þeir höfðu lokað á þetta því að þá hefur maður kannski eitthvað betra að gera við tímann :) híhí

Beztu kveðjur,
ScOpE
vinsælasti maður Quake-Íslands