Þessi leikur var i uppáhaldi margar fyrir mörgum árum og er enþá en einhvern veginn er þessi áhuga að dvína. Menn eru að hættta með heilu clönin til að fara aðra leiki annaðhvort vegna áhuga hins leiksins eða eru orðnir þreyttir á Aq menningunni. Er ekki kominn tími að fjölga Aq mönnum, fá fleirri inn í þetta. Ný kynslóð er kominn í þessa Aq menningu. Það eru nýliðar. Þeir eiga eftir að verða betri og færa sig hægt og rólega uppá toppinn. Menn eru að sýna þessum mönnum óþolinmæði ss. pro menn. Gott væri að fá nýja og góða kynslóð af Aq mönnum inní þetta.

Þannig ég er með nokkrar tillögur um hvernig eigi að lífga við aq:

1. Byrja þennan Aq.Thurs, Menn eru að sýna honum mjög mikin áhuga og bíða spenntir eftir honum. Flott væri að byrja á honum þegar laggið hættir og allir geta spilað venjulega. Búið er að lofa þessu síðustu ár. Fyrir c.a 1 ári var “Eiginlega Aq.Thurs”
Sem JBravo og Freud minnir mig stóðu fyrir. Sú deild var oft á tíðum skemmtileg. En það var ekki mikill stöðugleiki í henni. Menn voru að forfitta mikið og hætta í miðjum leikjum. Vona að thursinn verði betri.

2. Laga þetta lagg og packetloss sem er búið að vera undafarið þetta er gjörsamlega að gera útaf við alla. Margir orðnir mjög reiðir á þessu. Sumir jafnvel tilbúnir að segja upp ADSL, nefni engin nöfn *hóst* Tazzman. Það er ekki hægt að spila í óútreiknanlegu laggi. Símnet ætluðu að laga þetta og er það allt gott en ekki virðist það vera ganga upp hjá þeim.

3. Skjálfti: Það myndi fjölga líklega þáttöku AQ á skjálfta ef keppnisgreinum yrði bætt við eða breytt. Eins og Tazzman sagði fá inn t.d AQ CTF , 2on2 eða 1on1. Þáttaka hefur verið slök síðustu skjálfta menn fara í þetta bara til að hafa einhvað að gera. AQTP mætti bæta á þó nokkra vegu t.d Fjölga leikjum eða möppum. Vísa í greinina hans TaZzmans's um AQCTF.

Ef pimpar myndu skoða greinina og reyna að taka þetta inná borð sitt og gera einhvað í því. Því menn eru margir orðnir uppgefnir á þessu og vilja einhvað nýtt og meira. Og ég vona að menn taki sig á og fara að spila AQ aftur. Nýju mennirnir mega líka reyna færa sig upp og vil þakka Steingeit fyrir thursahjálpina sem hefur hjálpað mörgum. Og komið mörgum á rétta leið .


[Pr'PeTuR]