Mér langar til að segja ykkur frá enn einni staðreyndinni um Dalsmynni. Það byrjaði þannig að ungt par frá Vestmannaeyjum kom hér upp á land. Bæði voru þau um sautján ára. Þau áttu leið fram hjá Dalsmynni og ákváðu að kíkja inn því bæði voru þau hrifinn af hundum og langaði til að skoða.Ætlunin var ekki að fá sér hund því bæði bjuggu í foreldrahúsum. Nú það var tekið vel á móti þeim og þeim sýndur hvolpur. hann var ósköp lítill og fallegur. Þetta var auðvita eini hvolpurinn sem til var og var byrjað að ganga eftir þeim að taka hann. Þau kváðust ekki geta það, Þyrftu leyfi frá foreldrum og ættu ekki 150.000 þúsund krónur. Þá var þeim sagt að ef þau tækju hann ekki núna þá væri annað fólk að bíða eftir honum svo það var að hrökva eða stökkva. Peninga hliðin var ekki vandamál heldur, þau myndu bara skrifa undir víxil. Þau féllust á þetta krakkagreyin og út fóru þau með hvolpinn.
Daginn eftir var haldið heim á leið. Ekki get ég sagt að foreldrarnir hafa verið ánægð, en fyrst hundurinn var komin skildi hann fá að vera. Tveim dögum seinna fannst þeim hvolpurinn ekki haga sér eðlilega. Hann boðaði illa og vildi bara sofa. Þá var rokið til dýralæknis, í ljós kom að greyið var með lungnabólgu og búinn að vera með í einhvern tíma fyrir utan það var hann rétt sex vikna sem er náttúrlega allt of ungt. Heim var haldið með dýrið og það sett á pensilín og reynt að koma ofan í hann mat. Nú hvutti tók að hressast hægt og bítandi. Síðan eitt kvöldið lá stelpan uppi í sofa með snáðan sofandi. Áður en hún veit rýkur hvolpurinn upp og bítur sig fastann í kinnina á stelpunni. Það þurfti aðra manneskju til að losa hvolpinn og sauma þurfti mörg spor í andlit hennar. Þarna fengu foreldrar stúlkunnar nóg og fóru með hvolpinn aftur til Dalsmynnis. Ekki gekk þeim auðveldlega að rifta samningnum sem krakkarnir gerðu við kellu, en á endanum tóks það því börnin ekki orðin fjárráða einu sinni.