Nú vantar mig smá aðstoð frá fólki sem hefur 2 eða fleiri hunda
inni á sama heimilinu. Þið öll, þegar þið lesið þessa grein niður þá endilega svariði mér hvað ykkur finnst.

Ég er með 2og½ árs hund sem er engill hann skemmdi ekkert fyrir mér þegar hann var hvolpur.. fékk hann 3mán. Hann var bara alger engill. Gelti varla, naga-tímabilið hans og grafa-tímabilið hans var svo lítið að það fór bara framhjá mér…ég bý með honum í blokk í dag og kisa býr hér líka. Ég er svoldið svona “loner” í mér og hefur verið undanfarið, aðallega þó vegna félagsfælni sem hefur verið að plaga mig.

Ég og ein besta vinkona mín erum að hugsa um að hún flytji til mín með sína tík. Sú tík er bara 4ra mán. og er ennþá útá Spáni.
Combrende? Og hún er ekki farin að kynnast köttum, en aðeins hundum. Ef eru kannski 3 mánuðir í bið að hún komist að í Hrísey + 8 vikur þar, þá verður hún orðin 9 mánaða þegar hún kemur hingað. Og þá hittir hún hundinn minn og köttinn í fyrsta skipti og á bara að taka því að þau séu ALPHA-dýrin á heimilinu. Taka ekki hundar sem eru búnir að vera í einangrun í einhvern tíma svona köst, fá víðáttubrjálæði eða fara á mótþróaskeið svona fyrstu vikurnar þar til þeir eru öruggir um að eigandinn er ekki að fara að yfirgefa þá aftur?

Svo er það húsið…………. íbúðin undir hundana okkar, það er í BLOKK sem ég bý í núna. Ég fékk leyfi fyrir hundinum mínum en verður ekki allt vitlaust í blokkinni ef allt í einu verða komnir hundarnir tveir?

Ok ef þið nennið ekki að tjá ykkur þetta þarna að ofna..
þá vinsamlegast segið mér eitthvað um hvernig það gekk hjá ykkur að vera með tvo hunda inná sama heimilinu. Sami eða sitthvor eigandinn. Þetta alpha dæmi og í sambandi við goggunarröðina á heimilinu. Ok.

Svona án gríns, HJÁLP væri vel þegin.
Þar sem “samningaviðræður eru í gangi” hehehe
Gungun