Ég ætla að fá mér lítinn hund.. en ég er með valkvíða. Ég er aðallega að hugsa um að fá mér Papillon eða Chihuahua.

Getiði sagt mér einhverjar reynslusögur? Hafiði reynslu af þessum tegundum. Þetta fer náttúrulega mikið eftir því hvernig hundar eru aldir upp en á móti kemur að margt lyggur í einnig í genunum.

Er t.d. erfitt að húsvenja Chihuahua eða Papillon? Eru þeir lengi að ná því að það eigi ekki að gera stykkin sín inni? Ég á Golden tík sem var rosalega fljót að læra þetta og hún hefur aldrei gert stykkin sín inni nema þá bara þegar hún var pínu kríli. Það á vissulega eftir að hjálpa að eiga húsvana og góða tík sem nýji hundurinn mundi apa eftir.

Svo er það annað.. við búum á rétt fyrir utan Selfoss (4 mín) og erum á eins hektara lóð og við hleypum Golden tíkinni okkar út þegar hún vill af því hún fer aldrei langt frá húsinu. Vitiði til þess að ofangreindar tegundir séu strokugjarnar? Væri hægt að hleypa þeim út við ofangreindar aðstæður án þess að þeir hyrfu?


Ég er búin að fara endalausa hringi með þessar tvær tegundir. Endilega fræðið mig ef þið getið.
./hundar