Sæl.
Ég verð bara að koma þessu frá mér. Mér líður svo illa útaf þessu.
Málið er þannig að ég á chihuahua hund sem er algjör engill. Í vetur var það þannig að mamma fór að vinna alltaf um 12 (í hádeginu) og ég var búin í skólanum um 14.00 (rétt eftir hádegi) þannig að hann var einn heima í um 2 tíma, mestalagi 3.
En núna í sumar er þetta hryllingur :(. Ég er að vinna frá 8-16 og mamma er að vinna frá 8-16 og stundum erum við báðar að vinna lengur!.. Þá er hann einn allan tímann nema þegar mamma kemur heim um hálf 11 til half 12 og þegar ég kem heim um 12 til hálf 1. Annars er hann einn heima fra 8-11 og frá 12-16 eða lengur :S. Mér finnst þetta hryllingur (það kemur fyrir að hann er einn frá 12-18 eða lengur :( og svo buinn að vera einn um morguninn líka). Samt alltaf þegar ég er búin að vinna leik ég mikið við hann og fer út með hann að hlaupa og labba og leika.
Þetta verður samt ekki svona rosalegt í lok ágúst því þá fer ég í skólann aftur. Þá er mest allt sem ég er að gera eru verkefni og þá þarf ég ekki að mæta í tíma, en þarf samt að mæta eitthvað og þá verð ég auðvitað heima með hann mikið meira.
Hvað ætti ég eiginlega að gera varðandi það að hann sé einn heima allan daginn? Er ég að skemma greyjið eða hvað?
Hann er samt svo góður og yndislegur og er alltaf rólegur og góður þegar hann er lokaður inn í þvottahúsi til að vera einn heima.
Jæja ég vona að þið skítið ekki alveg yfir mig ;(.
Kv. Alexandra