Eitthvað hefur verið í umræðum hér um mjaðmalos. Ég hef heyrt misjafnar skoðanir frá fólki. Sumir vilja meina að þetta sé eingöngu arfgengt og það sé ekkert hægt að gera til að koma í veg fyrir að hundurinn fái mjaðmalos og því megi alveg hreyfa hann o.s.frv. Aðrir segja að þetta sé ekki eingöngu arfgengt, heldur sé hægt að minnka líkurnar á því með því að takmarka hreyfingu til að beinin fái að stækka og styrkjast án mikils álags. Hvað vitið þið um þetta? Kannski einhver sem hefur einhverja reynslu í þessu??

kv. T.