Hundurinn minn Mig langar aðeins að segja ykkur frá hundinum mínum sem mér finnst vera bestur í geimi :)

Hann heitir Zorro og er 17 mánaða Chihuahua. Honum finnst rosa gaman að leika sér og er alveg jafn fjörugur og þegar hann var hvolpur. Samt finnst honum líka mjög gott að kúra og tekur sér nokkra lúra yfir daginn.

Zorro ELSKAR að vera úti, hann dýrkar þegar það er gott veður og að steikjast í sólinni og hann elskar líka snjóinn. Honum finnst gaman að fara alveg inn í snjóskaflana og honum virðist aldrei verða kalt. Ég held að hann myndi móðgast mikið ef ég ætlaði að klæða hann í föt. Hann er hins vegar ekkert hrifinn af rigningunni.

Zorro tók þátt í Íshundasýningunum sl. apríl og vann báðar sýningarnar í sínum flokki.

Ég hef séð það á erlendum vefsíðum að Chihuahua hundar eru orðnir um 3-6 kg að þyngd. Ég hitti líka rosalega fallegan hund um daginn sem var 4,5 kg. Zorro hefur loksins náð 2 kílóum núna en hann hefur verið um 1700-1900 grömm.

Zorro er á lausu og hefur ekkert á móti því að kynnast fallegum ungum tíkum með náin kynni í huga ;)