Málið er það ég bý í þríbýli og langaði svo að fá mér hund, ég bað um leyfi fyrir smáhund og fékk munnlegt leyfi, svo fékk ég mér hund og fékk pappíra til að skrifa undir…………………….ÞÁ VAR MÉR NEITAÐ OG MÁ EKKI HAFA LITLU DÚLLUNA MÍNA!!!!
Hvað get ég gert?
Er þetta leyfilegt? Heilbrigð manneskja gefur ekki leyfi fyrir hundi og hættir svo bara við.
Tek það fram að það var ekkert vesen með hundinn minn, hann hvorki gelti eða neitt……….akkúrat ekkert sem fíflið gat sett útá hundinn nema það að hann ákvað að setja íbúðina sína á sölu og er svo hræddur um að fólk vilji ekki kaupa ef það er leyfi fyrir hundi í húsinu.
Endilega hjálpiði mér ég vil ekki missa lilta krúttið mitt!!!