Ræktun hunda. Komiði sæl gott hundafólk,

Ég hef verið að fara hér yfir greinar um “hundarækt” og mér virðist þar margir taka til máls sem ekki hafa hundsvit á út á hvað hundarækt gengur hvað þá meir. Hundarækt er EKKI framleiðsla á hvolpum, heldu stöðug betrun þeirrar tegundar sem ræktandinn er með í ræktun. Til þess að það sé hægt þarf ræktandi að uppfylla ákveðnar skildur með tilliti til heilbrygðis tegundarinnar, í minni tegund sem er Am. Cocker Spaniel þarf til dæmis þarf að augnskoða undaneldisdýrin árlega þar sem þekkt er bæði PRA og Katarakt augnsjúkdómar sem valda blindu seinna á lífsleið hundsins, í USA er einnig æskilegt að mjaðmamynda þá en ekki hefur verið gerð sú krafa á Norðulöndunum, í öðrum tegundum þarf að augnskoða,hjartaskoða,mjaðmamynda og jafnvel fleira mismunandi eftir tegundum. Allt þetta kostar ræktandann umtalsvert og því eru hreinræktaðir hvolpar seldir, það er alveg á hreinu og um það geta aðrir ræktendur vitnað að af hundarækt verður enginn ræktandi ríkur nema hann sleppi öllu sem annars er kostnaður og fari í það sem við almennt köllum puppy mill, það er haldi kostnaði í lágmarki og framleiði eins og hægt er undan sínum tíkum óháð því hvað er til heilla fyrir tegundina eða eins og hjá flestum puppy mill tegundirnar, þar sem þær hlaupa nú yfirleitt á öðrum eða þriðja tuginum. Það getur ekki nokkur ræktandi haldið utan um og betrumbætt 10 - 20 tegundir hunda á sama tíma, ég á ekki við það að ræktandi hafi prófað og verið með einhvern fjölda tegunda í gegnum árin, því að til dæmis margir af þeim dómurum sem hingað koma til að dæma á hundasýningum hafa verið með í gegnum árið eða komið nálægt allt upp í 15-20 tegundir, en nota bene EKKI á sama tíma. Sjálf hef ég reynt og haft í “ræktun”nokkrar tegundir en ekki á sama tíma, og finnst ekkert óeðlilegt við að heima á Íslandi þurfi fólk að prófa, við getum jú ekki heimsótt næsta ræktanda í þeirri tegund sem heillar okkur af því að hún er kannski bara alls ekki til á klakanum. Eitt umrætt hundabú hefur verið mikið til umfjöllunar bæði hér á Huga og víðar vegna framleiðslu á hundum, í einni greininni las ég eftir einum sem heldur uppi hlífðarskyldi fyrir viðkomandi hundabú að ekki sé hægt að bera saman hunda á hundabúi og heimilishunda!!! Ef við ræktendur erum ekki að rækta heimilishunda hvað þá??? Ég lít allavega svo á að fyrst og fremst er ég að rækta ákjósanlegann heimilishund fyrir hvern sem er og hana nú, ekki á ég von á öðrum svörum frá öðrum hundaræktendum!! Annar segir að ekki sé hægt að kenna hundabúinu um að hvolpur hætti ekki að skíta og míga inni, en jú það er hægt að kenna hundabúinu alfarið um slík hegðunarvandamál, því þetta er ekkert annað en hegðunarvandamál sprottið af því að hvolpurinn hefur ekki aðstöðu og er ekki boðið upp á að geta gert þarfir sínar á réttann hátt, því er til dæmis um að kenna að of þröngt er á hvolpunum þannig að þeir verða að skíta og míga á sama stað og þeir borða og sofa og ekki er farið reglulega með þá út til að kenna þeim þarfir sínar, þar af leiðir að hvolpurinn kann ekki skil á þessu og það getur reynst ómögulegt að gera honum grein fyrir því að það á ekki að gera þarfir sínar inni, því það er jú eins með hvolpa og allt annað ungviði að lengi býr að fyrstu gerð, það sem þeir læra fyrstu 8 vikur lífsins er erfitt og stundum alls ekki hægt að breyta. Í USA hefur í mörg ár verið barist gegn svokölluðum puppy mill og vegna hvers, jú þaðan koma hvolpar sem alls ekki eru heilbrigðir og fólk lendir yðulega í vandamálum vegna sjúkdóma hjá hvolpinum og einnig hegðunarvandamála, það er erfitt að kingja því sem ræktandi að slíkt skuli nú vera leift á Íslandi sem önnur lönd hafa barist gegn í mörg ár, og það er nú einu sinni þannig að þegar eitthvað er komið hvort sem um er að ræða puppy mill eða eitthvað annað þá er erfiðara að berjast gegn því, það hefði auðvitað í þessu eins og öllu öðru átt að byrgja brunninn áður en barnið datt ofaní hann.
Hvolpar þurfa á fyrstu 8 vikunum að fá margsskonar umhverfisþjálfun eins og til dæmis að læra að fara út og gera þarfir sínar úti, umgangast börn og ókunnuga og ýmislegt fleira mætti hér telja upp. Ég læt hér fylgja með mynd af Doberman hvolpum í umhverfisþjálfun :-)))
Marta