Það er alveg ótrúlegt hvað fólk getur verið vanþakklát, stíft og óhúmorslaust. Ég get ekki orða bundist vegna greinar, sem ég las hér, um hvað þulir og annað starfsfólk sýningar væri illa gert fólk, dónalegt og hvað það virkilega reyndi að skemma fyrir fólki á sýningum….HVAÐ ER AÐ????
Þetta er fólkið sem er að hjálpa manni og stendur á bak við mann bæði þegar maður fær rauðan, bláan eða gulan borða…er fólk virkilega svo heft og heimskt (eða kannski óþroskað) að það haldi að þulurinn hafi viljað móðga konuna með jap.chi hundinn??? Það er greinilegt að fólk er illa haldið af minnimáttarkennd gagnvart þessu fólki. Mér finnst líka fyndið að amk ein (og sennilega fleiri) sem skrifaði undir að starfsmenn sýningunnar væru ómögulegir er ein mesta sleikja við starfsfólk sýningar á sýningunni og það finnst mér mesta hræsnin (þeir taki það til sín sem vilja)….
Afhverju reynið þið ekki í stað þess að rífa þetta fólk niður að bjóða aðstoð ykkar (frítt nota bene) heila sýningu….þá getið þið athugað hvernig ykkur gengur að kljást við heilan helling af fólki sem 1) er dónalegt 2) veit EKKERT hvað það er að gera 3)heldur að það viti betur en allir 4) vanþakklát 5)tapsárt 6) hrokafullt o.s.frv. einhvern veginn held ég að þeir sem séu óánægðir með starfsfólk sýningar falli í einhvern eða alla af þessum flokkum.
Ég hef einnig farið á sýningar út í löndum og þar eru 10.000 hundar í stað 300 hér og spanna yfir 4 - 5 daga í hvert sinn….ég myndi vilja sjá þetta fólk sem er að kvarta á svoleiðis sýningu án þess að fá hjálp….
Síðan vil ég vera sammála einni þarna að oftast er það ég sem er stressuð og þessar yndislegu manneskjur reyna að róa mig og aðra niður sem erum að deyja úr stressi við að sýna illa og koma illa fram.
Það er einnig óþolandi þegar ungir krakkar eru að vasast í öllum á bakvið áður en maður fer að sýna - en einnig eru það stelpurnar sem eru upp á pöllum og öskra hreinlega í hvert einasta skipti sem einhver kemur inn - ekki nóg með að maður fái fyrir hjartað truflar þetta hundana alveg ótrúlega mikið….
Mér fannst sýningin heppnast vel í alla staði, aldrei hefur verið jafn mikið af fólki á sýningunni og jafn mikil stemming…mér fannst líka frábært þegar lögin komu þegar var verið að heiðra stigahæstu hunda ársins og bis….þannig big ups fyrir alla starfsmenn hundasýningarinnar fyrir frábæra sýningu enn einu sinni……
Síðan sé ég ekki alveg hvernig á að hafa bæði sýnendur, hunda og áhorfendur saman á þessu litla svæði??? það yrði hræðilegt…ekki vil ég vera að ræða við fólk rétt áður en ég fer inn í hring, ég hef ekki orðið vör við það að það sé erfitt að fræðast um hundategundir a) á netinu b) hringja upp í hundarræktunarfélag og biðja um aðstoð og þær gera það brosandi að hjálpa til enda vanar hundamanneskju og geta bent á ræktendur til að tala við. þá er hægt að ræða við ræktendur í ró og næði án þess að hafa sýningarstressið með.
ÉG vona bara að sem flestir bjóðist nú til að hjálpa starfsmönnum sýningar á næstu sýningu, til þess að létta undir með þeim - og sýna þeim loksins (því þið vitið þetta svo rosalega vel með alla þessa reynslu) hvernig á virkilega að gera þetta !!!!!