Sælir hugarar!

Mig langaði til þess að leita aðeins ráða hjá ykkur. Málið er að ég á ársgamla dobermann tík. Hún er mjög orkumikil og fjörug eins og gefur að skilja, en þó eigum við í smá vanda. Hún hefur látið í ljós árásargirni og það er nokkuð sem ég vil binda enda á strax. Henni virðist vera sérstaklega illa við fólk á hjóli og ég þarf sérstaklega að passa mig á því þegar ég fer með hana út. Einnig ef ég fer með hana ásamt hinum hundunum eitthvað út (t.d. Öskjuhlíð) þá passar hún hina hundana mína og rýkur strax til ef ókunnugur hundur er eitthvað að vesenast í þeim. Margir sem koma til mín eru smeykir við hana út af þessu, og eru hræddir um að hún stökkvi á þá upp úr þurru og bíti. Hún hefur nú aldrei ógnað neinum sem hefur komið en fólk virðist yfir höfuð vera hrætt við þessa tegund. Ég hef verið að lesa bækur um dobermann en það er lítið sem ekkert komið inn á þetta mál. Aðeins sagt að ef hundurinn sýni vott um árásargirni, þá eigi að hafa samband við hundaþjálfara. Ég fór með hana á námskeið í vor, en þar sem þjálfarinn var sjálfur hræddur við hana, þá býst ég ekki við mikilli hjálp þaðan.
Ég hef einnig heyrt að eftir að tíkur lóða í fyrsta skipti, þá eigi þær til að glefsa eða reyna glefsa fyrst um sinn en jafni sig svo. Þó finnst mér það hljóma eitthvað undarlega.
Er einhver sem á dobermann og hefur lent í einhverju svipuðu?
Annars eru öll ráð vel þeginn, önnur en þau að ég eigi bara að losa mig við hana, því það er ekki inni í myndinni.

bestu kveðjur, Tristen.