Sæl öllsömul.

Eru til alhvítir Chihuahua hundar á Íslandi? Ég var að vafra um á erlendum síðum og sá nokkra slíka.. þvílík fegurð. Eru þeir sjaldgæfir og þá verðmætari fyrir bragðið eða eru þeir albínóar?

Nú á ég Chihuahua hund sem er alsvartur með hvítt og gulbrúnt í sér, nettur karlkyns uppá 1,9 kg. Mjög fíngerður í alla staði. Aðrir karlkyns Chihuahua hundar sem ég hef séð eru góðu kílóinu þyngri.

Ég er með lítil börn á heimilinu og er hann mjög barngóður. Í öllum hundabókum sem ég hef lesið er alltaf sagt að smáhundar og börn eigi ekki saman, en ég er mjög ósammála því. En ég hef þó tekið eftir því að honum er illa við karlmenn (fyrir utan þann á heimilinu) sérstaklega þessa dimmrödduðu. Kannist þið við það?

Kveðja, Anna Magga.