Ég á 1. árs Chihuahua hund og hef lent í svolitlum vandræðum með hann. Yngri systir mín hefur oft verið rosalega vond við hann og sama hvað maður segir við hana þá hættir hún ekki. Hann fer á taugum þegar hún nálgast hann og er farinn að urra og jafnvel glefsa í hana. En samt meiðir hann aldrei, hann bítur aldrei, heldur bara í áttina til hennar. En núna er hann farinn að gera þetta við fleiri, og hefur meira að segja glefsað í mig. Ég veit ekki hvað ég á að gera. Ef ég fer út með hann geltir hann á fólk og meira að segja glefsar í áttina að börnum. Fólkið í hverfinu okkar er farið að forðast okkur og ég er orðin hrædd um að við verðum tilkynnt til Hunda.. hvað sem það kallast. Hvað er hægt að gera við svona hegðun? Það þýðir ekki að segja að taka á systur minni því ég hef oft reynt það og þá tekur hún bara upp á að kvelja hann þegar ég sé ekki til. Ég vil náttúrulega bara það sem er fyrir bestu og ég þarf að gefa hann eða eitthvað, þá geri ég það. Ég vil ekki að hann þurfi að vera hræddur á sínu eigin heimili. Hjálp!