Ég hef átt í smá vandræðum með hundinn minn, hann er mikið fyrir að urra á aðra karlhunda sem eru svipaðir að stærð og hann og stærri (eini hundurinn sem hann urraði ekki á var Stóri Dani). Einhver benti mér á að kaupa mér t.d. blómasprautu og setja vatn í hana og sprauta í andlitið á honum í hvert skipti sem hann urrar að ástæðulausu á aðra hunda. Ég er búnað vera að prófa þetta undanfarið og þetta svínvirkar! Þeim bregður og fara því strax að hugsa um eitthvað annað en urr og vesen ;)
Ég er eiginlega bara hissa, bjóst ekki við að þetta myndi virka SVONA vel. Þannig að, gott fólk ef að þið eigið í vandræðum með eitthvað þá prófið þetta. Ég nota úðann þegar hann er nálægt mér en bununa þegar ég þarf að drífa lengra. Fékk svona blómasprautu í Blómaval á 399,- en eflaust hægt að fá þær ódýrari.

Annað,… finnst ykkur ekki búið að fækka af Boxerum í sumar miðað við síðasta sumar eða er það bara ég sem finnst það?
Hitti einn Boxer-eiganda um daginn sem sagði mér að hann vissi um allavega tvo Boxer-eigendur sem væru búnir að gefast upp og láta hundana sína. Er Boxer-tískan að minnka?