Dalmatíuhundur góður kostur? Hæ, hæ allir!
Ég var að velta því fyrir mér hvað þið vissuð um Dalmatíu hunda. Sjálf á ég (eða reyndar foreldrar kærasta míns, en við höfum verið mikið með hann) yndislegan Labrador hund. En hann er orðinn gamall og gráhærður greyið. Hann verður 12 ára í haust og því er ég farin að undirbúa mig í huganum að missa hann. Ég veit að það á eftir að vera erfiðiasti dagur lífs míns hingað til, en engu að síður er ekki hægt að koma í veg fyrir þetta… :*(
Allavegana, þá finst mér hundar dásamlegustu gæludýr sem hægt er að velja sér, og því myndi ég vilja fá mér aftur hund. Af því að ég á svo góðan Labrador, þá dettur manni auðvitað fyrst í hug að fá sér annan svoleiðis, en svo ef maður hugsar nánar út í það, þá verður það aldrei sami hundurinn, svo það er kannski vert að skoða aðra möguleika. Ég hef bæði verið að kynna mér tegundir á hvuttar.net og í stóru hundabók Fjölva. Ég hef mestan áhuga á stórum og stæðilegum hundi, einhvern sem ver mig vel, því ég hef alltaf átt í vandræðum þegar ég er ein heima (sérstaklega á næturnar) og þá vil ég hafa góðan varðhund sem veitir mér öryggistilfinningu eins og Sesar minn gerir. Að mínu mati eru 3 hundar sem standa upp úr; Labrador, Doberman og Dalmatíu hundur. Eins og ég sagði, þá langar mig svolítið til að prófa nýja tegund, svo ég set Labrador innan sviga. Doberman er mjög góður varðhundur, en ég er hálf smeyk um ef hann yrði of grimmur, ég meina ætli hann sé hentugur fjölskyldu hundur, þegar það kemur að því? Dalmatíu hundur er hinsvegar sagður ágætur barnahundur, góður varðhundur og veiðihundur. Í raun er alltaf talað um hann sem fjölnota hund. Ókostirnir við hann er sagt að hann þurfi mikla hreyfingu og fari mikið úr hárum. Ég á heima út á Álftanesi, svo ég get tryggt honum nægt rými til að hlaupa um svo ég held að það sé varla vandamál, ég hef líka gaman af því að fara út með hundinn okkar. Við munum reyndar flytja á komandi ári, en við höfðum hugsað okkur að vera þarna kyrr, og að sjálfsögðu kaupum við bara íbúð, þar sem er öruggt að við megum hafa hund!
Það sem mig langar að spyrja ykkur, hvort þið þekkið einhvern sem hefur átt svona hund, og hvernig hann hefur reynst þeim. Vitið þið hver er að rækta þá og hvað ætli eðlileg verð sé fyrir þá?
Ég væri mjög þakklát ef einhver gæti svarað mér!

Með bestu hundakveðjum,
Begga
- www.dobermann.name -