Ég verð að segja að hér virðist mikið um að hér sé komið inn á mjög viðkvæm mál, allavega fyrir suma.

Ég hef því miður ekki orðið vör við mikið af málefnalegum umræðum, auðvitað ýmislegt gott inn á milli, mér þykir fólk gerast of persónulegt í skoðanaskiptum, og full hvumpið.

Ég er fyllilega sammála þeim sem sagði að hér væri ótrúlega mikið skítkast og of mikið af persónuárásum, sem koma þessu áhugamáli lítið við.

Í umræðunni um hundaræktanirnar hefur ekki komið fram mikið af rökum, nema á móti.
Mér finnst fólk eigi að rökstyðja það sem það lætur frá sér.

Og einu hef ég velt fyrir mér, og það er hvort sumir séu með það á hreinu hvað felst í góðri ræktun.
Ég til dæmis er mjög hlynnt Gunnarsholts ræktuninni og finnst mér rétt staðið þar að öllu. Unnið er þar að ræktun á einni tegund og virðist það ganga vel, stöðugt verið að reyna að betrumbæta og annað í þeim dúr, þeir virðast búa yfir því sem einkenna á góða ræktendur, ætla sér ekki um of.

Í von um málefnalegar umræður um þau mál sem eru okkur hundaunnendum hugleikin.

Kveðja…..
Lucifer1