Mig vantar ráð, sjefferinn minn sem kominn er á efri ár má ekki hitta fyrir aðra hunda af karlkyni án þess að ráðast á þá með offorsi. Getur einhver gefið mér ráð um hvernig hægt er að taka á þessu, þetta hefur gengið á í þónokkurn tíma, en hann var á 5. ári þegar fór að bera á þessu hjá honum, tíkurnar lætur hann alveg vera, og eins kemur það fyrir að hann lætur karlhunda vera og þá helst þegar þeir koma til hans þar sem hann er heima hjá sér á lóðinni.