Vinsæl hundanöfn Ég fór að spá í svolítið um daginn.. og það eru hundanöfn. Ég og nokkrir vinir vorum svona að tala um algeng hundnöfn eins og hvutti, snati og allt það. En einhvernvegin fékk ég það út að á tímabili hafi þessi nöfn orðið það vinsæl að allir hafi hugsað: ég ætla að gera eitthvað annað en allir hinir og skíra hundinn minn eitthvað frumlegt, sem hefur jafnvel orðið til þess að einhver önnur nöfn hafi orðið jafnvinsæl. Eða er það kannski vitleysa að allir hundar hafi einu sinni heitið snati? heldur maður það bara af því að hundurinn í Snati og Óli vísunni (heyrðu snöggvast snati minn…) hét snati..?

og þá er það spurningin til ykkar: hvað heitir hundurinn þinn?