Mig hefur lengi langað að skrifa grein um
Boxera og reynslu mína af þeim. Þar sem
er lítið að gerast á “hundar” áhugamálinu
datt mér í hug að reyna koma smá hreyfingu
á það, so here goes:

Ég hef verið töluvert á hundasvæðum og á sjálf
karlhund, og oftar en ekki lendir hann í
slagsmálum við karl-Boxera, hann á það til að
urra ef annar karlhundur er nálægt og flestir
aðrir karlhundar láta hann bara í friði ef
hann á annað borð er að urra, NEMA Boxerinn.
Boxerinn á það til að fiska eftir slagsmálum.
Og tala ég af reynslu, en þó bara um karl-Boxerana.
Held ég hafi bara hitt eina Boxertík og hún og
minn voru bara einsog hjón!

Margir Boxerarnir reyna að dominera aðra
karlhunda með því að fara aftan á þá og sumir
karlhundar vilja ekki sjá það, einsog t.d.
minn og hann ver sig. Eitt gott ráð til þess
að ala Boxer upp þannig að hann sláist sem
minnst (eða allavega minna) er að banna
honum frá unga aldri að riðlast aftan á
öðrum hundum. Ekki satt?

Ég lenti sjálf í því í Öskjuhlíðinni að einn
Boxer-eigandinn ætlaði EKKI að stoppa slagsmálin
ef þau yrði alvarleg, en þá var minn hundur búinn
að leggja Boxerinn hans tvisvar afþví að
Boxerinn var að reyna riðlast á honum. Minn
vil ekki sjá að láta riðlast á sér því hann
gerir það ekki bið aðra.
Boxerinn hans hélt samt áfram að bögga minn hund.
Eigandinn ætlaði ekki að gera neitt, og ég spurði
hann þá hvort hann ætlaði bara að leyfa Boxernum
að drepa minn hund og þá svaraði hann; “Eða verða
drepinn sjálfur” og þá átti hann við sinn eiginn
hund! Ég fór auðvitað í burtu. Kæri mig ekki um
að vera í kringum svona óábyrga Boxer-eigendur.
Boxerarnir geta tætt all-flesta hunda í sig ef
því er að skipta.

Margir hundar gleyma því aldrei þegar þeir lenda
í Boxer, sama má segja um Boxerana en þeir MUNA
HVAÐA hundur þetta var og ráðast aftur til
atlögu um leið og tækifæri gefst til, og þarna
tala ég af reynslu.

Hann lenti í öðrum Boxer en þar var ábyrgur
hundaeigandi og við tvö hjálpuðumst að við
að stoppa slagsmálin og pössum okkur á því
eftir þetta að láta þá ekki hittast.

Oftar en ekki heyri ég hundaeigendur segja frá
þegar hundurinn þeirra var bitinn af Boxer og
þarf að sauma í mörgum tilfellum. Minn slapp
í báðum ofangreindum tilfellum með skrekkinn
en engu að síður var hann með ör í marga
mánuði á trýninu, því þar beit Boxerinn hann
til blóðs.
Doberman-eigandi sagði mér til dæmis frá
reynslu sinni;
Þegar hann var að reyna stoppa slagsmálin
brást Boxer-eigandinn hinn versti við og ætlaði
hreinlega í aumingja manninn!!! Þetta gerðist á
Geirsnefi.
Hvað er að sumu fólki?

GERA BOXER-EIGENDUR SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ
HVAÐ ÞEIR ERU MEÐ Í HÖNDUNUM??

Fólk sem ætlar sér að ala upp Boxera VERÐUR
að vita að í sumum tilfellum koma þau aldrei
til með að geta haft Boxerinn sinn í kringum
aðra karlhunda! Og VERÐA að sætta sig við það.

Boxerar mingla ekki eins vel við aðra hunda
og aðra tegundir og það vitum við. Ekki satt?

Látið endilega heyra í ykkur því mig grunar
að margir hafi svipaða sögu að segja.

Samt má ekki gleyma því að það er hellingur
af ÁBYRGUM Boxer-eigendum þarna úti og þekki
ég þó nokkra !!! Og þeir eiga heiður skilið
fyrir frábært uppeldi finnst mér.

Ég er ekki hundaþjálfari, né með fullkominn
hund sjálf. Þarna er ég bara að segja frá
því sem ég hef lent í eða orðið vitni að
og eins því sem fólk hefur sagt mér.