Þrátt fyrir titil þessarar greinar þá elska ég hunda, en úff hvað ég er að verða þreytt á gröðum hundum fyrir utan húsið hjá mér þessa dagana og það pirringurinn breyttist í brjálaðiskast út í þá í morgun, og skelf hálfpartinn ennþá.
Þannig er mál með vexti að ég er með tík, hún er nú bara 7.mánaða greyið og er á sínu fyrsta lóðarí, dýralæknir ráðlagði mér að láta hana lóða einu sinni áður en að hún yrði sett á pilluna og ég ákvað að láta mig bara hafa það, ok þetta er auðvitað hellings mál að vera með blæðandi tík, tala nú ekki um af því að ég er með 8.vikna ungabarn líka.

Í morgun þá fóru 9.ára dætur mínar með tíkinni út að pissa, ég þori ekki að setja hana eina út í þessu ástandi og eftir nokkrar mín þá kemur graður hundur aðvífandi og ætlar hreinlega á tíkina, þær kalla strax á mig og ég stekk út til að reyna að ná tíkinni inn en þegar ég kem út þá eru þeir orðnir tveir.
Tíkin hjá mér var nú ekkert alveg tilbúin að koma inn og meðan að ég dreg hana inn ræðst annar hundurinn á mig, og nær að gleyfsa í hendina á mér, ég rek stelpurnar inn því að þeir sýndu báðir tennurnar og urruðu og þegar þær hlaupa inn þá stekkur hinn hundurinn á aðra stelpuna, nær að fella hana og bíta hana í olbogann.
Við náðum loksins að komast inn með tíkina, þá allar skelfingulostnar og ég ákveð að fara uppá spítala til að láta kíkja á þessi sár, við þurftum báðar sprautu þó að sárið á dóttir minni væri sem betur fer frekar grunnt.
Þegar ég kom heim voru hundarnir ennþá fyrir utan þannig að ég hringi á hundafangara sem að kom og náði öðrum, og sá hinn og átti von á að ná honum í dag.

Nú er ég með skelfilegan móral og veit ekki alveg hvað ég á að gera;/ ég veit vel að hundar eiga ekki að ganga lausir, en hundafangarinn sagði að ef ég mundi kæra þetta þá yrði hundurinn aflífaður, ég veit ekki hvort ég er alveg tilbúin að hafa það á samviskunni, en aftur á móti ef að þetta eru hundar sem eiga það til undir eðlilegri kringumstæðum að bíta eða glefsa þá held ég að ég mundi gera rétt með að kæra, langar ekki að heyra eftir nokkra mánuði að þeir hafi bitið aftur og þá jafnvel yngri börn eða verr.

Hvað segið þið kæru hugarar, á ég að kæra þetta og láta aflífa hundinn/hundana eða láta þetta eiga sig og vona að þetta hafi bara verið óstjórnleg gredda sem að stjórnaði þessari svakalegri grimmt og stundarbrjálaði ??

Kv. Esther

p.s ég hef engan húmor fyrir svörum eins og “áttir bara að leyfa hundunum að fara á hana” eða “þú getur sjálfum þér um kennt”, vinsamlega látið það eiga sig að svara svoleiðis.
Kv. EstHer