Hundaofnæmi! Ég greindist með ofnæmi fyrir hundum í ágúst í fyrra, þá var ákveðið að lóga Þrumunni minni. Engar áhyggjur, við leituðum helling að fólki en sú eina sem kom var einhver tvítug kona sem vildi bara vita hvort að hún gæti eignast hvolpa. Ég fékk að velja og ráða í þessum efnum þar eð þetta er nú fósturdóttir mín.
Það varð ekkert af þessu, okkur þykir of vænt um hana til þess að lóga henni. Ofnæmið er ekkert að stoppa mig, það er að lagast smám saman.

Sáu ekki einhverjir greinina um rússnesku börnin sem vöndust smám saman á það að borða egg þótt að þau væru með ofnæmi fyrir þeim??
Maður byggir nefnilega upp mótefni fyrir ofnæminu.
Við erum með eitthvað efni (hehe, man ekkert hvað það heitir) og svo annað efni sem heitir IGE-efni, og það veldur ofnæminu. Venjulegt fólk er með sirka 100, en þar sem ég er með helling af ofnæmum (fiskur, egg, loðið, myglusveppur, gras, frjókorn) er ég með svona fimmþúsund!

Ég var að tala við lækni áðan, ágætis kall :) sem heitir Baldur Tumi Baldursson. Honum er alveg sama þótt að ég hafi hund af því að ég bygg upp mótefni.
Ef hins vegar ég fer í burtu (er í burtu núna, er inni á húðdeild í Kópavogi, frekir læknar sem settu mig þangað – er ekki eitthvað frík =P ) þá fæ ég ofnæmi þegar ég kem aftur.
Þannig að ég passa mig þegar ég kem heim að vera ekki mikið utan í henni en eyk það smám saman.

Svo er annað. Hundar eru ekki einhver tuskudýr sem maður getur hent í burtu bara sísvona, læknar virðast ekki allir skilja það. Ég er að verða sautján ára en samt sagði einhver annar læknir við mig eins og ég væri fimm ára: “Voffi verður að fara…”.
Hún andar, hún er með augu, hún er með eyru, henni finnst gott að borða og sofa.
Hún er með tilfinningar og skammast sín þegar hún gerir eitthvað af sér og sækir í okkur (pabbi er í svona lazy-boy stól með skemilinn út og hún fær að kúra hjá honum, stundum fær hún að vera með mömmu þegar mútta er að frjósa). Hún verður reið þegar einhver kemur inn á okkar svæði sem hún þekkir ekki og hún er ánægð að hitta vini okkar.
Hún er lifandi, hún andar, hún hugsar.

Endilega baunið á mig spurningum elskurnar :)