Tekið af WWW.HVUTTAR.NET
———————
Það var reyndar búið að sendi inn grein um þetta, en mér finnst meira koma fram í þessari.

Í bæði Fréttablaðinu og Dagblaðinu í dag var rætt um málið um Dodda litla sem lést af völdum Boxer hunds á Geirsnefinu í fyrradag 5/5/04. Hérna er úrdráttur úr fréttunum.

,,Maður er bara í losti," segir Ingibjörg Heiðarsdóttir. Hundurinn hennar var drepinn í fyrradag. Atvikið átti sér stað út á Geirsnefi, sérstöku útivistarsvæði fyrir hunda, snemma á mánudagsmorguninn. Boxer-hundurinn Zain réðst á hund Ingibjargar sem er af gerðinni Pomeranian og hét Doddi [Pomeranian-hundar verða um 22 sentímetrar á hæð og vega um 2 kíló, en Boxer-hundar eru um 60 sentímetrar á hæð og vega allt að 30 kíló]. Átökin stóðu stutt yfir enda ójafn leikur.

„Ég var nýkomin og var að loka hurðinni á bílnum mínum þegar Doddi gekk í áttina að tveimur Boxerhundum sem réðust strax á hann og drápu hann,“ segir Ingibjörg Heiðarsdóttir, eigandi Dodda. „Það voru þrjár konur með boxerana en þær gerðu ekkert enda gerðist þetta mjög hratt.“

Ingibjörg segir að annar Boxerinn hafi einfaldlega bitið um háls Dodda, lyft honum upp og hrist hann þangað til hann drapst. Hún segir að annar boxer-hundanna sem réðst á Dodda hafi margoft áður sýnt svona tilburði. „Það var bara tímaspursmál hvenær hann dræpi annan hund,“ segir Ingibjörg. Hún segist hafa tilkynnt drápið til lögreglunnar sem hafi ekkert getað gert, heldur bent henni á að fara í einkamál við eiganda boxer-hundsins.

„Ég er þegar búin að bjóða eigandanum að borga mér bætur, því þessi hundur er margverðlaunaður og fyrir utan tilfinningalegan missi er þetta ákveðið fjárhagslegt tjón. Ef það gengur ekki eftir sé ég mig knúna til að fara í mál.“

,,Það er þvílík sorg á heimilinu og mikill tómleiki,“ segir Ingibjörg, niðurbrotin á sál og líkama eftir þessa reynslu. Hún vill vara hundaeigendur við Geirsnefi sem hún segir eini útivistarstaðurinn þar sem hundar mega hlaupa um lausir.

Ingibjörg segir eiganda Boxer-hundsins, sem mun heita Zain, ekki hafa aðhafts neitt en Doddi litli gekk til þeirra þar sem þeir stóðu í hóp þrjár konur og hundarnir þeirra. Zain réðst á Dodda litla, tók hann í kjaftinn og kramdi hann að sögn Ingibjargar. ,,Ég hljóp þarna að og gargaði. Tók hann upp en þá lá hausinn á honum öfugur. Hann var þá dauður. Auðvitað á að vera búið að taka þennan hund og aflífa. Hver veit nema að barn verði fyrir barðinu á honum næst.

,,Doddi var margverðlaunaður hundur - algjölega ómetanlegur. Hann vann til dæmis hundasýninguna 2003; er tvöfaldur íslandsmeistari, og vantaði einungis eitt stig til að verða alþjóðlegur mesitari.”

Jóhanna Björg eigandi Zain segir sína hlið á málinu, og hún heldur því fram að Boxer-hundurinn sinn Zain, hafi ekki drepið Dodda heldur hafi litli Pominn einfaldlega dáið úr hræðslu.

,, Boxer er ekkert hættulegri en aðrar hundategundir,“ segir Jóhanna. ,,Mér þykir líklegra að hann hafi einfaldlega dáið úr hræðslu.” Jóhanna segir að Zain hafi verið ósköp fúllyndur síðan að þetta gerðist. ,,Það er eins og honum líði illa,“ segir hún. ,,Enda skammaði ég hann mikið eftir að þetta gerðist.”

Katrín Harðardóttir dýralæknir tók á móti Dodda eftir að átökin höfðu átt sér stað. Hún segir það óhugsandi að doddi hafi fengið hjartaáfall.

,,Þessi hundur er greinilega árásargjarn gagnvart öðrum karlhundum,“ segir Katrín. ,,Það er því alltaf hætta og ábyrgð þeirra sem eiga slíka hunda að vera með þá lausa.”

Ingibjörg kærði atvikið til lögreglunnar en þar sem þetta er opið svæði, ætlað fyrir hundaeigendur var henni bent á að hún yrði að fara í einkamál. ,,Ég hef engar taugar í að reka einkamál," segir Ingibjörg.